3. október

Birt í Orð til umhugsunar

,,Lítið upp og horfið á akrana, þeir eru hvítir til uppskeru.” (Jóh.4.35)
Fyrir mörgum árum vildi stór skóverksmiðja auka söluna. Stjórnin ákvað að gera menn út af örkinni til að afla nýrra markaða í Afríku. Nokkru síðar kom skeyti: ,,Vonlaus markaður. Allir berfættir, enginn í skóm!”
En sama dag kom annað skeyti: ,,Endalausir sölumöguleikar! Allir berfættir, enginn í skóm!”

Taktu meiri áhættu en öðrum þykir öruggt. Sýndu meiri samstöðu en öðrum þykir skynsamlegt. Lát þig dreyma meir en öðrum þykir raunhæft. Væntu meir af þér en öðrum finnst mögulegt. (Argument)

(Heimild: Orð í gleði)