29. september

Birt í Orð til umhugsunar

Þökk sé þér Guð fyrir hláturinn, endurleysandi, frelsandi hláturinn. Hann er bros þitt á jörðu sem veitir vellíðan frá dýpstu hjartans rótum og sálin dansar.
Gott að þú gafst okkur hláturinn, Guð. Þú vilt að við hlæjum oft og mikið og að við getum líka hlegið að okkur sjálfum. Mitt í öllum harmi og hörmungum getur hláturinn hljómað eins og þegar sólin brýst fram úr regnskúr. Ég trúi því að þú viljir gefa okkur þess háttar hlátur, eins og faðmlag frá þér...

(Heimild: Orð í gleði)