26. september

Birt í Orð til umhugsunar

,,Sælir eru fátækir í anda...” (Matt. 5.3)
Þú leitar Guðs. En Guð hefur þegar fundið þig! Bæn þín og trúarleit er svar sálar þinnar við laðan hans, bergmál í brjósti þínu frá leitarköllum hans.
Trú er nefnilega ekki árangur þjálfunar andlegra, trúarlegra, sálarlegra krafta innra með sér. Trú er ef til vill umfram all tómleiki, sem Guð fyllir, þorsti sem Guð svalar, fátækt andans sem Guð seður.
Skynsemi manns og skilningur nægja ekki til að nálgast Guð og eignast trú. Það þarf annað til. Auðmýkt, hlýðni og umfram allt kærleika.
(Heimild: Orð í gleði)