21. september

Birt í Orð til umhugsunar

Maður nokkur fann til með fiðrildi sem var að brjótast út úr púpu sinni. Hann vildi hjálpa því. Hann tók því hnífinn sinn og skar varlega sundur púpuna til að losa fiðrildið. Nú var fiðrildið loksins frjálst. En líkami þess var

bólginn og vængirnir smáir og beyglaðir. Maðurinn beið þess að það breiddi út vængina, en það varð ekki. Fiðrildið skreið aðeins á jörðinni. Maðurinn hafði ekki skilið að baráttan í púpunni var fiðrildinu lífsnauðsynleg. Með því að berjast svona urðu vængirnir sterkir og fiðrildið fært um að fljúga þegar það hafði losað sig úr púpunni.

Stundum óskum við þess að Guð grípi hnífinn sinn og hjálpi okkur að losna við erfiði og andstreymi. En líf án baráttu myndi gera okkur ófær. Við yrðum aldrei eins sterk og okkur er ætlað. Og við myndum aldrei geta flogið. (Argument)

(Heimild: Orð í gleði)