11. september

Birt í Orð til umhugsunar

11. september
Lítil stúlka hafði verið allan morguninn á ströndinni. Gula fatan, plastskóflan og litli vörubíllinn voru verkfærin hennar sem hún notaði til að byggja glæsilegan sandkastala. Og fínn var hann. Nú var bara eftir að gera kastalasíkið. Stúlkan gróf og gróf, og allt í einu rakst hún á stein. Hann lá mitt í síkinu sem átti að verja höllina. Hún glímdi lengi vel við að grafa steininn upp og færa hann. En án árangurs. Steininn var óhagganlegur. Og þar kom að hún gafst upp og fór að skæla, þreytt og reið. Þá kom afi. ,,Hvað kom fyrir?” spurði hann og tók litlu stúlkuna í fang sér. ,,Ég get ekki fært þennan stein sem liggur í síkinu,” snökti hún. Afi setti stúlkuna niður á ný og beygði sig og spurði: ,,En hvers vegna beittirðu ekki öllu þínu afli?” ,,Ég gerði það!” svaraði stúlkan og grét enn sárar. Hélt afi virkilega að hún hefið ekki reynt nógu vel? ,,Nei, elskan mín. Það gerðirðu ekki,” svaraði afi. ,,Þú baðst ekki um hjálp.” Með þeim orðum tók hann burt steininn svo stúlkan gæti lokið verkinu. (Argument)
,,Nema þér snúið við og verðið eins og börnin komist þér alls ekki inn í himnaríki.
(Matt. 18.3)
(Heimild: Orð í gleði)

Lítil stúlka hafði verið allan morguninn á ströndinni. Gula fatan, plastskóflan og litli vörubíllinn voru verkfærin hennar sem hún notaði til að byggja glæsilegan sandkastala. Og fínn var hann. Nú var bara eftir að gera kastalasíkið. Stúlkan gróf og gróf, og allt í einu rakst hún á stein. Hann lá mitt í síkinu sem átti að verja höllina. Hún glímdi lengi vel við að grafa steininn upp og færa hann. En án árangurs. Steininn var óhagganlegur. Og þar kom að hún gafst upp og fór að skæla, þreytt og reið. Þá kom afi. ,,Hvað kom fyrir?” spurði hann og tók litlu stúlkuna í fang sér. ,,Ég get ekki fært þennan stein sem liggur í síkinu,” snökti hún. Afi setti stúlkuna niður á ný og beygði sig og spurði: ,,En hvers vegna beittirðu ekki öllu þínu afli?” ,,Ég gerði það!” svaraði stúlkan og grét enn sárar. Hélt afi virkilega að hún hefið ekki reynt nógu vel? ,,Nei, elskan mín. Það gerðirðu ekki,” svaraði afi. ,,Þú baðst ekki um hjálp.” Með þeim orðum tók hann burt steininn svo stúlkan gæti lokið verkinu. (Argument)

,,Nema þér snúið við og verðið eins og börnin komist þér alls ekki inn í himnaríki.
(Matt. 18.3)

(Heimild: Orð í gleði)