14. september

Nasreddín gekk um götur þorpsins og sagði: ,,Einhver hefur tekið asnann minn ófrjálsri hendi. Sá sem skilar mér asnanum fær hann í fundarlaun.” Þorpsbúar hristu höfuð sín og sögðu við hann:

13. september

13. september
,,Verið glöð í voninni, þolinmóð í þjáningunni, staðföst í bæninni.” (Róm. 12.12)
Halli, þriggja og hálfs árs er eins og margir jafnaldrar hans áhugasamur um að keppa í ölllu mögulegu og ómögulegu. En hann hefur líka orðið til þess að fólk hefur fengið aðra sýn á það hvað það er að vinna og tapa.
Þegar Halli kemst ekki í fyrsta sæti segir hann og ljómar af gleði: ,,Ég vann á eftir þér.” (Argument)
Taktu fyrsta skrefið í trú. Þú þarft ekki að sjá allan stigann, aðeins stíga fyrsta skrefið.
(Heimild: Orð í gleði)
,,Verið glöð í voninni, þolinmóð í þjáningunni, staðföst í bæninni.” (Róm. 12.12)
Halli, þriggja og hálfs árs er eins og margir jafnaldrar hans áhugasamur um að keppa í ölllu mögulegu og ómögulegu. En hann hefur líka orðið til þess að fólk hefur fengið aðra sýn á það hvað það er að vinna og tapa.
Þegar Halli kemst ekki í fyrsta sæti segir hann og ljómar af gleði: ,,Ég vann á eftir þér.” (Argument)

Taktu fyrsta skrefið í trú. Þú þarft ekki að sjá allan stigann, aðeins stíga fyrsta skrefið.

(Heimild: Orð í gleði)

 

12. september

12. september
Einu sinni var mús sem var svo hrædd við ketti að hún bað töframann að breyta sér í kött. Það bægði hræðslunni frá, þangað til hún mætti hundi. Hún grátbað töframanninn að breyta sér í hund. Músin sem varð köttur og síðan hundur var ánægð með lífið þar til hún mætti tígrisdýri, svo enn varð töframaðurinn við ósk hennar að breyta henni í það sem hún óttaðist. En þegar tígurinn kom aftur, titrandi af skelfingu yfir því að hafa séð veiðimann, þá sagði töframaðurinn að nú væri nóg komið. ,,Ég breyti þér aftur í mús, vegna þess að þótt þú hafir líkama tígrisdýrs þá ertu enn meða músarhjarta.”
Hversu margir eru þeir ekki sem hafa byggt utan um sig öfluga vörn gegn lífinu og háskanum, en eru hið innra skelfd og kvíðin? Við mætum óttanum með afli eða auði, við leitum öryggis í hlutum, frægð, stöðu? En verkar það? Hugrekki sprettur af því hver við erum hið innra. Hið ytra getur veitt styrk en það er hjartað eitt sem gefur hugrekki.
,,Hjarta yðar skelfist ekki, trúið á Guð og trúið á mig.” (Jóh. 14.1)
(Heimild: Orð í gleði)
Einu sinni var mús sem var svo hrædd við ketti að hún bað töframann að breyta sér í kött. Það bægði hræðslunni frá, þangað til hún mætti hundi. Hún grátbað töframanninn að breyta sér í hund. Músin sem varð köttur og síðan hundur var ánægð með lífið þar til hún mætti tígrisdýri, svo enn varð töframaðurinn við ósk hennar að breyta henni í það sem hún óttaðist. En þegar tígurinn kom aftur, titrandi af skelfingu yfir því að hafa séð veiðimann, þá sagði töframaðurinn að nú væri nóg komið. ,,Ég breyti þér aftur í mús, vegna þess að þótt þú hafir líkama tígrisdýrs þá ertu enn meða músarhjarta.”

Hversu margir eru þeir ekki sem hafa byggt utan um sig öfluga vörn gegn lífinu og háskanum, en eru hið innra skelfd og kvíðin? Við mætum óttanum með afli eða auði, við leitum öryggis í hlutum, frægð, stöðu? En verkar það? Hugrekki sprettur af því hver við erum hið innra. Hið ytra getur veitt styrk en það er hjartað eitt sem gefur hugrekki.

,,Hjarta yðar skelfist ekki, trúið á Guð og trúið á mig.” (Jóh. 14.1)

(Heimild: Orð í gleði)

 

11. september

11. september
Lítil stúlka hafði verið allan morguninn á ströndinni. Gula fatan, plastskóflan og litli vörubíllinn voru verkfærin hennar sem hún notaði til að byggja glæsilegan sandkastala. Og fínn var hann. Nú var bara eftir að gera kastalasíkið. Stúlkan gróf og gróf, og allt í einu rakst hún á stein. Hann lá mitt í síkinu sem átti að verja höllina. Hún glímdi lengi vel við að grafa steininn upp og færa hann. En án árangurs. Steininn var óhagganlegur. Og þar kom að hún gafst upp og fór að skæla, þreytt og reið. Þá kom afi. ,,Hvað kom fyrir?” spurði hann og tók litlu stúlkuna í fang sér. ,,Ég get ekki fært þennan stein sem liggur í síkinu,” snökti hún. Afi setti stúlkuna niður á ný og beygði sig og spurði: ,,En hvers vegna beittirðu ekki öllu þínu afli?” ,,Ég gerði það!” svaraði stúlkan og grét enn sárar. Hélt afi virkilega að hún hefið ekki reynt nógu vel? ,,Nei, elskan mín. Það gerðirðu ekki,” svaraði afi. ,,Þú baðst ekki um hjálp.” Með þeim orðum tók hann burt steininn svo stúlkan gæti lokið verkinu. (Argument)
,,Nema þér snúið við og verðið eins og börnin komist þér alls ekki inn í himnaríki.
(Matt. 18.3)
(Heimild: Orð í gleði)

Lítil stúlka hafði verið allan morguninn á ströndinni. Gula fatan, plastskóflan og litli vörubíllinn voru verkfærin hennar sem hún notaði til að byggja glæsilegan sandkastala. Og fínn var hann. Nú var bara eftir að gera kastalasíkið. Stúlkan gróf og gróf, og allt í einu rakst hún á stein. Hann lá mitt í síkinu sem átti að verja höllina. Hún glímdi lengi vel við að grafa steininn upp og færa hann. En án árangurs. Steininn var óhagganlegur. Og þar kom að hún gafst upp og fór að skæla, þreytt og reið. Þá kom afi. ,,Hvað kom fyrir?” spurði hann og tók litlu stúlkuna í fang sér. ,,Ég get ekki fært þennan stein sem liggur í síkinu,” snökti hún. Afi setti stúlkuna niður á ný og beygði sig og spurði: ,,En hvers vegna beittirðu ekki öllu þínu afli?” ,,Ég gerði það!” svaraði stúlkan og grét enn sárar. Hélt afi virkilega að hún hefið ekki reynt nógu vel? ,,Nei, elskan mín. Það gerðirðu ekki,” svaraði afi. ,,Þú baðst ekki um hjálp.” Með þeim orðum tók hann burt steininn svo stúlkan gæti lokið verkinu. (Argument)

,,Nema þér snúið við og verðið eins og börnin komist þér alls ekki inn í himnaríki.
(Matt. 18.3)

(Heimild: Orð í gleði)

10. september

10. september
,,Náð mín nægir þér því að mátturinn fullkomnast í veikleika.” (2. Kor.12.9)
Ung kona, sem slasaðist illa, skrifaði á þessa leið: ,,Að vera sterk er ekki það að detta aldrei, ekki það að vita alltaf og geta alltaf. Að vera sterk er ekki það að geta hlegið, hoppað hæst eða sýnt mest æðruleysi eða mestan viljastyrk. Að vera sterk er að sjá lífið eins og það er, að viðurkenna kraft þess og nýta hann. Að vera sterk er að detta, meiða sig, en rísa upp aftur. Að voga að vona, jafnvel þegar trúin er veikust. Að vera sterk er að sjá ljós í myrkrinu og berjast alltaf fyrir því að ná þangað.” (Úr sænsku).
,,Þegar þú hjálpar einhverjum að klífa tindinn, kemstu þangað sjálf(ur).” (Alltid elskad)
(Heimild: Orð í gleði)

,,Náð mín nægir þér því að mátturinn fullkomnast í veikleika.” (2. Kor.12.9)

Ung kona, sem slasaðist illa, skrifaði á þessa leið: ,,Að vera sterk er ekki það að detta aldrei, ekki það að vita alltaf og geta alltaf. Að vera sterk er ekki það að geta hlegið, hoppað hæst eða sýnt mest æðruleysi eða mestan viljastyrk. Að vera sterk er að sjá lífið eins og það er, að viðurkenna kraft þess og nýta hann. Að vera sterk er að detta, meiða sig, en rísa upp aftur. Að voga að vona, jafnvel þegar trúin er veikust. Að vera sterk er að sjá ljós í myrkrinu og berjast alltaf fyrir því að ná þangað.” (Úr sænsku).

,,Þegar þú hjálpar einhverjum að klífa tindinn, kemstu þangað sjálf(ur).” (Alltid elskad)

(Heimild: Orð í gleði)