9. september

Breskur maður, Crawford að nafni, fæddist handalaus og auk þess með báða fætur vanskapaða. Í handastað er þumall og fingur við vinstri framhandlegg og eins konar þumall við hægri framhandlegg. Crawford varð tennishetja í menntaskóla og hefur öðlast landsfrægð fyrir hvatningarræður sínar. Hann rakti velgengni sína til jákvæðra viðhorfa, trúar og bænar.
,,Þegar ég varð eldri,” sagði hann, ,,fór ég að trúa meir og sterkar á að Guð hefði gefið mér hendur mínar og fætur í ákveðnum tilgangi. Til að hjálpa öðrum að komast yfir hindranir í lífi sínu. Afl trúarinnar og máttur bænarinnar geta hjálpað okkur að sjá skýrar þau tækifæri sem lífið færir að höndum. Að treysta á dóm Guðs og trúa á hið góða í lífinu hefur komið mér í gegnum erfiðleika.” (Christianity Today)

 

(Heimild: Orð í gleði)

 

8. september

Verið ávallt glaðir í Drottni, ég segi aftur: Verið glaðir. (Fil.4.4)

Kona varð fyrir þeirri skelfilegu reynslu að það varð að taka af henni báða fætur. Nú lá hún á gjörgæslunni og börnin komu í heimsókn, hnípin og niðurlút. Enginn vissi hvað segja skyldi. Þangað til mamma gamla brosti út að eyrum og breiddi út faðminn og sagði: ,,Það var aldeilis heppilegt að þeir byrjuðu á þessum enda.” (Úr þýsku)

Allt megna ég fyrir hjáp hans sem mig styrkan gjörir (Fil.4.13)

(Heimild: Orð í gleði)

 

7. september

7. september
Heilagur Brendan bað eitt sinn bróður Ita að nefna þrennt sem geðjaðist Guði best og þrennt sem væri Guði ógeðfelldast. Ita svaraði: Þrennt sem geðjast Guði best er sönn trú á Guð með hreinu hjarta, líf í látleysi og þakklátum anda og örlæti umhyggjunnar. En þrennt sem Guði er ógeðfelldast er sá munnur sem fyrirlítur fólk, það hjarta sem elur með sér gremju og sú sál sem reiðir sig á auðinn.
Heilagur Brendan og allir viðstaddir lofuðu Guð er þeir heyrðu þetta og þökkuðu Guði fyrir hans útvalda þjón. (Celtic Daily Prayer)
Ef þú þráir að þekkja Guð þá áttu þegar trú. (Ágústínus)
(Heimild: Orð í gleði)

Heilagur Brendan bað eitt sinn bróður Ita að nefna þrennt sem geðjaðist Guði best og þrennt sem væri Guði ógeðfelldast. Ita svaraði: Þrennt sem geðjast Guði best er sönn trú á Guð með hreinu hjarta, líf í látleysi og þakklátum anda og örlæti umhyggjunnar. En þrennt sem Guði er ógeðfelldast er sá munnur sem fyrirlítur fólk, það hjarta sem elur með sér gremju og sú sál sem reiðir sig á auðinn. 
Heilagur Brendan og allir viðstaddir lofuðu Guð er þeir heyrðu þetta og þökkuðu Guði fyrir hans útvalda þjón. (Celtic Daily Prayer)

Ef þú þráir að þekkja Guð þá áttu þegar trú. (Ágústínus)

(Heimild: Orð í gleði)

6. september

Þrennt er mikilsvert: þrennt að elska:
Hugrekki, hógværð og sannsögli.
Þrennt að hata:
Grimmd, stærilæti og vanþakklæti.
Þrennt að biðja um:
Trú, frið og hreint hjarta.
Þrennt að forðast:
Leti, mælgi og gálaust hjal.
Þrennt að ráða við:
Hugarfar, tungu og hegðun.
Þrennt að muna eftir:
Lífi, dauða og eilífðinni.

(Heimild: Orð í gleði)

5. september

Hvað er trú? Trúin er augað sem sér Guð. Grátandi auga er einnig auga.
Trúin er höndin sem tekur á móti náðargjöfum Guðs. Titrandi hönd er einnig hönd.
Trúin er tungan sem bragðar kærleika Guðs og náð. Stamandi tunga er einnig tunga.
Trúin er fóturinn sem ber oss til Guðs. Veikur fótur er einnig fótur. Sá sem gengur hægt nær þó um síðir takmarkinu. (Kirkjublaðið)

Trú er ekki umfram allt fullvissa, heldur sú afstaða að hafa augun opin. Marteinn Lúther sagði: Ef þú gætir skilið eitt einasta hveitikorn þá myndir þú deyja af undrun!

(Heimild: Orð í gleði)