4. september

Lífið er tækifæri, gríptu það.
Lífið er fegurð, dáðu hana.
Lífið er gjöf, njóttu hennar.
Lífið er draumur, láttu hann verða að veruleika.
Lífið er áskorun, taktu henni.
Lífið er skylda, gerðu hana.
Lífið er leikur, leiktu hann.
Lífið er dýrmætt, gættu þess.
Lífið er auðlegð, varðveittu hana.
Lífið er kærleikur, gef þig honum á vald.
Lífið er loforð, láttu það rætast.
Lífið er sorg, sigraðu hana.
Lífið er söngur, syngdu hann! (Móðir Teresa)

(Heimild: Orð í gleði)

3. september

Þann er treystir Drottni umlykur hann elsku. (Sálmur 32.10)

Ef ætti ískáp þá væru teikningarnar þínar á hurðinni. Ef Guð ætti veski þá væri mynd af þér í því. Guð sendir þér blóm á hverju ári og sólarupprás á hverjum morgni. Hvenær sem þú vilt tala við hann, þá hlustar hann. Hann getur valið um að búa hvar sem er í heiminum, og hann vill búa í hjarta þínu. (Argument)

Með ævarandi elsku hefi ég elskað þig, fyrir því hef ég látið náð mina  haldast við þig. (Jeremía 31.3)

(Heimild: Orð í gleði)

 

2. september

2. september
Þú ert minn. (Jes.43.1)
Ég var ekki spurður er ég fæddist né heldur var hún er fæddi mig spurð er hún fæddist, enginn var spurður nema hinn Eini og hann sagði JÁ. (Kurt Marti)
Undursamleg tónlist frá þér. Ilmur salts og sjávar frá þér. Þytur í laufi, þjótandi ský, kveðja frá þér. Vináttan frá þér, og ástin, Guð. (Úr norsku)
(Heimild: Orð í gleði)

Þú ert minn. (Jes.43.1)

Ég var ekki spurður er ég fæddist né heldur var hún er fæddi mig spurð er hún fæddist, enginn var spurður nema hinn Eini og hann sagði JÁ. (Kurt Marti)

Undursamleg tónlist frá þér. Ilmur salts og sjávar frá þér. Þytur í laufi, þjótandi ský, kveðja frá þér. Vináttan frá þér, og ástin, Guð. (Úr norsku)

(Heimild: Orð í gleði)

1. september

1. september
Ég treysti þér, Drottinn, ég segi: Í þinni hendi eru stundir mínar. (Sálmur 31)
Drottinn, ég sleppi gleði minni eins og fuglum upp til himins. Nóttin er liðin, og ég gleðst yfir birtunni. Því líkur dagur, Drottinn. Því líkur dagur! (Fritz Pawelzik, Ghana)
Góði Guð, í dag hef ég ekki talað illa um neinn, ég hef ekki misst móðinn. Ég hef ekki verið geðstirð(ur), viðskotaill(ur) eða sjálfselsk(ur). En eftir nokkrar mínútur fer ég fram úr rúminu og frá og með þeirri stundu þarf ég talsverða hjálp frá þér. Amen. (Argument)
(Heimild: Orð í gleði)

Ég treysti þér, Drottinn, ég segi: Í þinni hendi eru stundir mínar. (Sálmur 31)

Drottinn, ég sleppi gleði minni eins og fuglum upp til himins. Nóttin er liðin, og ég gleðst yfir birtunni. Því líkur dagur, Drottinn. Því líkur dagur! (Fritz Pawelzik, Ghana)

Góði Guð, í dag hef ég ekki talað illa um neinn, ég hef ekki misst móðinn. Ég hef ekki verið geðstirð(ur), viðskotaill(ur) eða sjálfselsk(ur). En eftir nokkrar mínútur fer ég fram úr rúminu og frá og með þeirri stundu þarf ég talsverða hjálp frá þér. Amen. (Argument)

(Heimild: Orð í gleði)