Frásaga frá 03.02.2019 eftir Pétur Kristjánsson

Spámennska

,, Í upphafi skyldi endinn skoða‘‘ Fyrir áratugum las ég í blaði auglýsingu um spámennsku. Ég hringdi í símanúmerið sem var uppgefið og fékk tíma eftir hádegi.

Áður en ég mætti til spákonunnar ók ég konu minni á vinnustað hennar. Spákonan tók á móti mér og vísaði  í herbergi þar sem var rúm og stóll.

Í rúminu lá mjög fullorðinn maður Það heyrðust hryglu hljóð þegar hann dró andann. Fingur beggja handa hans voru heiðgulir af tóbaksreykingum.        

Fullorðni maðurinn var spámaðurinn. Aldrei hafði ég heyrt spámanns fyrr getið. Hann byrjaði á því að segja mér að látin amma mín hefði komið á undan mér í herbergið. Það eina sem ég man frá þessum fundi var eftirfarandi: Það mun farast skip á Viðeyjarsundi og með því fjórir menn  Þú verður ekki þar. Þetta sagði öldungurinn. Ég greiddi gjaldið og fór. 

 Þegar vinnu lauk hjá konu minni bað hún mig um að fara á sama spá stað og ég hafði farið til. Konan hafði hringt úr vinnusíma sínum í spá símanúmerið. Ég beið eins og þægur rakki í bifreið minni fyrir utan spáhúsið á meðan konan var inni. Það fyrsta sem spámaðurinn sagði við konuna. Vertu velkomin. Maðurinn þinn var hérna áðan ekki hafði hún sagt honum í símtalinu að ég hefði verið þarna. 

Ég var á togara á Bíldudal sem hét Sölvi Bjarnason. Þar var vélstjóri, sem hafði starfað hjá Björgun h/f á sanddæluskipinu Sandey 2. Hann sagði mér að ekki væri hægt að sofa í skipinu nema með eyrnaskjólum vegna hávaða í glussakerfinu.,,Betra er að byrgja brunninn áður en barnið dettur í hann‘‘ Nokkrum árum síðar var ég vélstjóri á sanddæluskipinu Perlu. Vélstjórinn á Sandey 2 veiktist og þurfti að fara í aðgerð á sjúkrahúsi. Ég var beðinn um að leysa hann af. Ég neitaði því vegna fyrri frétta af hávaða í skipinu. 

Ég vissi af vélstjóra sem ekki var í vinnu og var hann ráðinn tímabundið. Sandey 2 sigldi í nokkra daga og sótti finan sand upp í Hvalfjarðarbotn. Sá sandur var svo léttur að skipverjar lokuðu yfirfalli (lensporti) á þilfari, svo lestin rúmaði meiri farm. Næst dældu þeir upp fyillingaefni á VIÐEYJARSUNDI, án þess að opna yfirfallið,,margur verður af aurum api‘‘ Þá bar skipið meiri farm, en fyllingarefnið var þyngra en sandurinn svo skipinu hvolfdi. Ég horfði á botn skipsins snúa upp og allir vissu að skipverjar voru látnir. Ég var svo aumur að ég þorði ekki að hringja  í ekkju vélstjórans sem ég réði.,, Sök bítur sekan‘‘Vélstjórinn sem hafi farið í aðgerðina náði sér, og fór til Bandaríkjana að heimsækja bróður sinn. Hann kom einum degi fyrr en hann ætlaði og rak minn vélstjóra í land og fórst með skipsfélögum sínum. Lík skipverjanna fundust fljótt nema skipstjórans. Faðir skipstjórans keypti neðansjávarmyndavél til að leita að líkinu. Loks fannst síðasta líkið og allir voru jarðsettir. Þetta voru erfiðir tímar, hjá öllum sem til þekktu,, Þannig fór um sjóferð þá‘‘

Bestu kveðjur, Pétur Kristjánsson