Ræða frá 19.06.2016 eftir Rúnu Magnúsdóttur

Höfundur Rúna Magnúsdóttir er stjórnendaþjálfi og fyrirlesari á alþjóðamarkaði.

Ég trúi, ég trúi að við öll erum fædd á þessa jörð með ákveðna gjöf. Gjöfin sem við hvert og eitt okkar var úthlutað í fæðingu er jafn mismunandi og við erum mörg. Já hún er einstök ­ ég kalla þessa gjöf okkar X­Factor ­ þetta sem aðeins þú hefur. Enginn annar. 

Ég trúi á að þessi heimur sem við búum í sé að hrópa.
Ég trúi því að heimurinn sem við búum í sé að hrópa eftir einum hlut, hlut sem hljómar sem svo einfaldur hlutur en er þegar á öllu er á botni hvolft ekki svo einfalt, eða a.m.k. virðist svo vera. 

Ég er að tala EINLÆGNI ­ ég er að tala um hvað gerist þegar við þekkjum og virðum okkur sjálf, okkar eigin gildi, virðum þau og leyfum okkur að vera við sjálf. Ég er að tala um kraftinn, jafnvel töfrabrögðin sem gerast allt í kringum um okkur þegar við verðum vitni af þegar við finnum fyrir einlægni í kringum okkur. Þegar við umgöngumst fólk sem “þorir” að vera einlægt. Fólk sem bara er það sjálft. Traustið sem skapast, kærleikurinn sem vex og dafnast, sem og gagnkvæm virðing fyrir samferðafólki okkar vex og þá skiptir ekki kyn, kynþáttur, aldur, reynsla eða þekking neinu máli. 

Já, þetta með einlægnina hefur verið mér mjög hugleikið, ég hef velt þessu mikið fyrir mér. Er það ekki áhugavert að hugsa til þess að fólk sem leyfir sér að vera það sjálft, er oft á tíðum fólkið sem við horfum upp til. 

Þetta er fólkið sem skilur eftir sig spor. 

Þetta er fólkið sem oft á tíðum fær okkur til að hugsa út fyrir rammann. 

Tökum sem dæmi sterkar kvenfyrirmyndir í Íslensku samfélagi: Tvær konur koma upp í minn huga a.m.k. Þær Björk Guðmundsdóttir og Vigdís Finnbogadóttur. Báðar tvær hafa þær með sínum hætti komið hugmyndum sínum, hugðarefnum, breytingum sem þær vilja sjá í heiminum með því að vera þær sjálfar og fylgja eftir sínum eigin gildum. 

Við þurfum ekkert að vera þeim sammála, eða í þeirra liði til að heillast af þeim, þeirra hugrekki að vera þær sjálfar og sjálfstæði. 

Já, hugrekki að vera maður sjálfur.  Hver hér inni hafa ekki einhverntíman verið eitthvað stressaðir eða óöryggir og fengið þetta dásamlega ráð frá samferðafólkinu sínu ­ ráðið  ” Oh... vertu ekki að stressa þig á þessu ­ VERTU BARA ÞÚ SJÁLF/UR! 

Ég er búin að velta þessu mikið fyrir mér. Ég meina hvernig í ósköpunum eigum við að geta verið við sjálf, þegar við höfum ekki hugmynd um hver við í raun erum? 

Þegar flest okkar eru búin að eyða góðum hluta ævinnar í að reyna að passa inn í aðstæður ­ tikka í öll boxin sem við HÖLDUM að við eigum að vera til þess að verða samþykkt hjá samferðafólki okkar. 

Hvernig í ósköpunum eigum við svo allt í einu að vera EINLÆG ­ VIÐ SJÁLF? 

Er það ekki merkilegt? Ég veit að ég strögglaðist sjálf við að vera ég sjálf í áratugi. Árangurinn af því ströggli kom fram í allskonar miður skemmtilegum myndum óöryggis og óhamingju. 

Ég var óörugg, ég stóð ekki með sjálfri mér, tók rangar ákvarðanir, ég valdi mér ranga samstarfsaðila, ­ allt vegna þess að ég hafði ekki hugmynd um fyrir hvað ég stæði, hvar ég setti mín mörk, og hver mín einstaka gjöf væri. 

Þegar ég hinsvegar ákvað að komast að því fyrir hvað ég stæði, tók gjöfina mína upp og ákvað að leyfa henni að njóta sín í því sem ég tæki mér fyrir hendur, þá var það sem allur heimurinn minn breyttist. 

Ég sé nákvæmlega það sama gerast hjá viðskiptavinum mínum víðsvegar um heim þegar ég hjálpa þeim að uppgötva sinn X­factor ­ það sem gerir þau einstök og hvernig þau geta notað x­factorinn sinn á árangursríkari máta. ­ þá fer ég að sjá einstaklinginn fara á flug, ná árangri sem gefur ekki bara þann arð í formi launagreiðslana ekki síst vegna þess að nú eru þeirra ákvarðanir teknar út frá þeirra lífs gildum og tilgangi hvers og eins. 

Niðurstaðan eru sterkari einstaklingar sem vita fyrir hvað þeir standa. Það sem vekur áhuga minn er að þegar þessir einstaklingar hafa uppgötvað mikilvægi þess að virða fyrst sína eigin gjöf (x­factor) fara undantekningarlaust að virða annara manna gjafir, hætta að potast og benda með neikvæðnis orðum á samferðafólk sitt. 

Þessi niðurstaða er undirstaða þess að ég held áfram að vinna mína vinnu. Vitanlega eru markmiðin mín eru að stækka þennan hóp af einstaklingum í heiminum og þá um leið að minnka hópinn sem dettur inní hjarðhegðunina. 

Í haust eru komin 8 ár frá hruni. 8 ár frá því að myndin sem einshvernsskonar fjármála sjéní féll. Mynd sem stór hópur landsmanna var búin að telja sig trú um að við værum sem þjóð. Ég veit að hvert og eitt okkar hefur ákveðnar minningar frá þessum tímum ­ í mínum huga varð stóra umbreytingin hjá þjóðinni ári síðar, þegar við héldum okkar fyrsta þjóðfund. 

Ég var svo heppin að vera valin sem einn af leiðtogum þessa fundar þar sem 1500 manns unnu skipulega að því í heilan dag að skoða hver við í raun værum ­ fyrir hvað sem stæðum sem þjóð. 12 þjóðargildi komu í ljós ­ við komumst að því sem þjóð ­ að það sem gerði okkur einstaka sem þjóð , var ekki fjármálavitið ­ það voru ekki einkaþoturnar sem flugu um. Nei, það voru gildi eins og: Heiðarleiki, virðing og rétttlæti.
Þarna áttuðum við okkur eigin á því að það sem var í raun mikilvægt og hafði verðmæti var sagan okkar, það var náttúran okkar, það var skapgerðin okkar sem þjóð, það var þrautsegjan okkar, það var víkingablóðið okkar, það var jafnvel furðuslegusut hlutir eins og að við trúum á álfa og tröll ­ þetta voru hlutirnir sem gerðu okkur einstök í huga annara. ­ það var einlæglega það sem við sem þjóð stóðum fyrir. 

Við þekkjum öll söguna sem gerðist þar á eftir ­ á einungis nokkrum árum umturnuðum við efnahagnum og snérum ferðaþjónustugreininni frá því að vera þriðja stærsta atvinnugreinin árið 2011 yfir í að vera langstæsta atvinnugreinin árið 2014. ­ og við höldum áfram að stækka. 

En er það ekki merkilegt til þess að hugsa að þetta var allt þarna fyrir ­ beið eftir okkur! Það sama gildir um gjöfina þína ­ ert þú með á hreinu hver er gjöfin sem þú fékkst í vöggugjöf? Ertu að næra hana, leyfa henni að skína eða ertu ennþá uppteknari við að passa inní öll boxin? 

Í dag höldum við uppá Kvenréttindadaginn ­ 19.júní. Dagur sem er tileinkaður kynsystrum mínum og baráttu þeirra. Árangur íslenskra kvenna er einn hlutur af sérstöðu okkar sem þjóð, þrátt fyrir að við séum í fyrsta sætið í heiminum í dag þegar 

kemur að jafnrétti kynjanna eigum við því miður heillangt í land að vera til jafns við hitt kynið. 

Við þurfum að halda áfram og ég trúi að við getum breytt því. Ég leyfi mér í einlægni minni að trúa því að það sé okkur öllum til góðs að bera virðingu fyrir gjöfum hvors annars. Ég leyfi mér í einlægni að trúa því að með því að við berum virðingu fyrir gjöfum hvors annars, burt séð frá kyni eða kynþætti þá búum við í þjóðfélagi sem við erum stolt af. 

Ég trúi að gildin þín í lífinu eru leiðarljósið þitt framm á við.
Ég trúi á gjöfina sem ÞÚ fékkst í vöggugjöf.
Ég VEIT að til þess að heimurinn fái að njóta þinnar einstöku gjafar, þá þarft þú sem eigandi hennar að opna hana, leyfa henni að skína skært ­ af einlægni og kærleika. 

Rúna Magnúsdóttir Stjórnendaþjálfi og fyrirlesari www.RunaMagnus.com