Í tilefni af samkomubanni vegna Covid 19

Allt formlegt starf Seltjarnarneskirkju fellur niður: Messur, sunnudagaskóli, æskulýðsstarf, kóræfingar og annað safnaðarstarf fellur niður fram yfir páska.

Meðan á samkomubanninu stendur verður streymi á Facebook Seltjarnarneskirkju frá  helgistund á sunnudögum kl.13 og frá bænastund á miðvikudögum kl. 12. Sunnudagaskólinn setur einnig inn nýtt efni á hverjum sunnudegi.

Kirkjuklukknum er hringt kl. 12  í þrjár mínútur alla dag  samkvæmt ósk biskups Íslands. Bænastundir verða alla daga kl. 12 í Seltjarnarneskirkju meðan á samkomubanninu stendur. Við biðjum fyrir landi og þjóð á tímum veirunnar.  Fólk getur komið bænaefnum til sóknarprests í síma 899-6979.

Samtals og sálgæslusími Seltjarnarneskirkju

Opin lína hjá sóknarpresti kirkjunnar 899-6979, hvort sem fólk vill ræða daginn og veginn eða vanlíðan og áhyggjur.

Ó blessuð jólin

Jólatónleikar Kammerkórs Seltjarnarneskirkju.

Miðvikudaginn 6. des. 2017 kl.20.00 verða haldnir árlegu jólatónleikar Kammerkórs Seltjarnarneskirkju.

Flutt verður fjölbreytt jólatónlist bæði sungin og leikin á ýmis hljóðfæri.

Aðgangur ókeypis - Allir velkomnir.

Söngur liðinna alda

kammerkor nov 2015
 
Kammerkór Seltjarnarneskirkju fagnar sumarkomunni með árlegum vortónleikum laugardaginn 23. apríl kl.17.00 í Seltjarnarneskirkju. Á efnisskránni er blanda af fallegri kórtónlist frá endurreisnar-barokk-rómatíska-tímanum ásamt nútímakórverkum. Sum þessara kórverka hafa ekki verið flutt áður hér á Íslandi, en kórinn er þekktur fyrir að hafa staðið að frumflutningi margra kórverka síðustu ár. Tónleikarnir enda síðan á fjórum rússneskjum kirkjulegum verkum sem sungin verða á frummálinu.  
 
Aðgangur er 2000 kr. Miðar seldir á staðnum. Allir velkomnir.

Kammerkór Seltjarnarneskirkju