Ljúfir tónar frá liðnum öldum í Seltjarnarneskirkju

kammerkor2010Næstkomandi sunnudag 20. nóvember kl. 17.00 heldur Kammerkór Seltjarnarneskirkju tónleika í Seltjarnarneskirkju undir heitinu "Ljúfir tónar frá liðnum öldum".
  
Ljúfir tónar frá liðnum öldum í Seltjarnarneskirkju
 
Næstkomandi sunnudag 20. nóvember kl. 17.00 heldur Kammerkór Seltjarnarneskirkju tónleika í Seltjarnarneskirkju undir heitinu "Ljúfir tónar frá liðnum öldum". Á tónleikunum verða flutt verkin Beatus vir eftir Monteverdi og Magnificat RV 610 eftir Vivaldi og síðast en ekki síst Kantata nr. 140 eftir Johann Sebastian Bach sem kallast "Wachet auf, ruft uns die Stimme". Kantata Bachs var sérstaklega saman til flutnings á síðasta sunnudegi kirkjuársins, það er síðasta sunnudag áður en aðventa og nýtt kirkjuár hefst. Í verkinu er þekkt tenor aría sem allir þekkja, auk tveggja dúetta milli sópran og bassa.
 
Í Kammerkór Seltjarnarneskirkju eru einkum lærðir einsöngvarar og koma fimm af sex einsöngvurum tónleikanna úr röðum kórfélaga. Einsöngvarar eru: Agnes Amalía Kristjónsdóttir sópran, Guðrún Helga Stefánsdóttir sópran, Katla Björk Rannversdóttir sópran, Þóra Hermannsdóttir Passauer kontraalt, Halldór Unnar Ómarsson tenor og Hugi Jónsson bassi. Félagar úr Sinfóníuhljómsveit áhugamanna leika undir ásamt Bjarna Þór Jónatanssyni orgelleikara. Stjórnandi er Friðrik Vignir Stefánsson.
 
Eins og fyrr segir eru tónleikarnir í Seltjarnarneskirkju sunnudag 20. nóv. kl. 17.00.
Á tónleikunum verða flutt verkin Beatus vir eftir Monteverdi og Magnificat RV 610 eftir Vivaldi og síðast en ekki síst Kantata nr. 140 eftir Johann Sebastian Bach sem kallast "Wachet auf, ruft uns die Stimme". Kantata Bachs var sérstaklega saman til flutnings á síðasta sunnudegi kirkjuársins, það er síðasta sunnudag áður en aðventa og nýtt kirkjuár hefst. Í verkinu er þekkt tenor aría sem allir þekkja, auk tveggja dúetta milli sópran og bassa.
Í Kammerkór Seltjarnarneskirkju eru einkum lærðir einsöngvarar og koma fimm af sex einsöngvurum tónleikanna úr röðum kórfélaga. Einsöngvarar eru: Agnes Amalía Kristjónsdóttir sópran, Guðrún Helga Stefánsdóttir sópran, Katla Björk Rannversdóttir sópran, Þóra Hermannsdóttir Passauer kontraalt, Halldór Unnar Ómarsson tenor og Hugi Jónsson bassi. Félagar úr Sinfóníuhljómsveit áhugamanna leika undir ásamt Bjarna Þór Jónatanssyni orgelleikara. Stjórnandi er Friðrik Vignir Stefánsson.
Eins og fyrr segir eru tónleikarnir í Seltjarnarneskirkju sunnudag 20. nóv. kl. 17.00.