Í tilefni af samkomubanni vegna Covid 19

Allt formlegt starf Seltjarnarneskirkju fellur niður: Messur, sunnudagaskóli, æskulýðsstarf, kóræfingar og annað safnaðarstarf fellur niður fram yfir páska.

Meðan á samkomubanninu stendur verður streymi á Facebook Seltjarnarneskirkju frá  helgistund á sunnudögum kl.13 og frá bænastund á miðvikudögum kl. 12. Sunnudagaskólinn setur einnig inn nýtt efni á hverjum sunnudegi.

Kirkjuklukknum er hringt kl. 12  í þrjár mínútur alla dag  samkvæmt ósk biskups Íslands. Bænastundir verða alla daga kl. 12 í Seltjarnarneskirkju meðan á samkomubanninu stendur. Við biðjum fyrir landi og þjóð á tímum veirunnar.  Fólk getur komið bænaefnum til sóknarprests í síma 899-6979.

Samtals og sálgæslusími Seltjarnarneskirkju

Opin lína hjá sóknarpresti kirkjunnar 899-6979, hvort sem fólk vill ræða daginn og veginn eða vanlíðan og áhyggjur.

FARSÆLD Í FJÖRUTÍU ÁR

Listahátíð Seltjarnarneskirkju 2014

"Þessi fjörutíu ár hefur Drottinn Guð þinn verið með þér..." (5Mós 2.7)
Fagnað 40 ára afmæli bæjarins og safnaðarins á Seltjarnarnesi.
  • 27. sept. laugardagur kl. 16 Setningarathöfn listahátíðar.
  • 28. sept. sunnudagur kl. 16 Tónleikar Gunnars Kvaran og Selmu Guðmundsdóttur.
  • 1. okt. miðvikudag kl. 20 Sýning á kvikmynd Erlendar Sveinssonar: Málarinn og sálmurinn hans um litinn.
  • 2. okt. fimmtudag kl. 20 Jazzkvöld – Miles Davis minningartónleikar.
  • 4. okt. laugardagur kl. 16 Hallgrímur Pétursson – barnið og maðurinn.
  • 5. okt. sunnudagur kl. 16 Tónleikar Kammersveitar Reykjavíkur.

Dagskrá um Bertel Thorvaldsen á listahátið

Karl Begas 001BertelThAð kvöldi sumardagsins fyrsta var efnt til dagskrár um Bertel Thorvaldsen í Seltjarnarneskirkju á listahátíð kirkjunnar.

Ólafur Egilsson flutti ávarp í upphafi og stjórnaði dagskránni. Þóra Kristjánsdóttir, listfræðingur, flutti erindi um Albert Thorvaldsen og trúarleg myndverk hans. Áshildur Haraldsdóttir, þverflautuleikari og Kristinn Árnason, gítarleikari léku tónlist er tengist Thorvaldsen. Friðrik Vignir Stefánsson, organisti, og Guðrún Helga Stefánsdóttir, sópran, fluttu nokkrar antikaríur. Dagskráin var vel sótt.

Passíusálmarnir

 

PASSÍUSÁLMARNIR
lesnir í Seltjarnarneskirkju
 
Föstudaginn langa 22. apríl 2011

Lesturinn stendur frá kl. 13 til 18.--Allir velkomnir!

Fólk getur komið og farið að vild.