Í tilefni af samkomubanni vegna Covid 19

Allt formlegt starf Seltjarnarneskirkju fellur niður: Messur, sunnudagaskóli, æskulýðsstarf, kóræfingar og annað safnaðarstarf fellur niður fram yfir páska.

Meðan á samkomubanninu stendur verður streymi á Facebook Seltjarnarneskirkju frá  helgistund á sunnudögum kl.13 og frá bænastund á miðvikudögum kl. 12. Sunnudagaskólinn setur einnig inn nýtt efni á hverjum sunnudegi.

Kirkjuklukknum er hringt kl. 12  í þrjár mínútur alla dag  samkvæmt ósk biskups Íslands. Bænastundir verða alla daga kl. 12 í Seltjarnarneskirkju meðan á samkomubanninu stendur. Við biðjum fyrir landi og þjóð á tímum veirunnar.  Fólk getur komið bænaefnum til sóknarprests í síma 899-6979.

Samtals og sálgæslusími Seltjarnarneskirkju

Opin lína hjá sóknarpresti kirkjunnar 899-6979, hvort sem fólk vill ræða daginn og veginn eða vanlíðan og áhyggjur.

Æskulýðsstarf

aeskulydsstarfÆskulýsstarf kirkjunnar er fyrir krakka í 8-10 bekk á mánudögum kl. 20:00-21:45

Allir eru velkomnir. Við lærum að umgangast hvert annað af virðingu og kærleika. Það hefur aldrei verið jafn mikilvægt að taka þátt í einhverskonar félagsstarfi. Við þurfum öll æfingu í mannlegum samskiptum. Í kirkjunni spurjum við okkur: Hvað skiprir okkur máli? Hver eru okkar gildi og hvernig manneskja vil ég vera? 

Umsjón með starfinu hefur Þórdís Þórisdóttir ásamt Erlu Maríu, Theodór og Tómasi.