Ferð eldri bæjarbúa 25. maí

Ferð eldri bæjarbúa á Álftanes 25. maí á upppstigningardag

Farið verður frá Seltjarnarneskirkju kl. 10.15 með rútu. Messa verður í Bessastaðakirkju sem hefst kl. 11. Sr. Hans Guðberg Alfreðsson, prestur á Álftanesi, tekur á móti hópnum. Sr. Bjarni Þór Bjarnason predikar.

Eftir messuna bjóða Álftnesingar upp á veitingar í safnaðarheimili sínu. Þar verður einnig boðið upp á skemmtiatriði. Seltirningar eru að endurgjalda heimsókn Álftnesinga í Seltjarnarneskirkju í fyrra.

Ferðin er ókeypis en fólk þarf að skrá sig í ferðina og hringja í síma 561-1550 eða 899-6979.