Foreldramorgnar eru byrjaðir

foreldramorgnar_litur2Foreldramorgnar kl. 10:00 - 12:00 á fimmtudögum

Foreldramorgnar eru í kirkjunni á fimmtudagsmorgnum, kl. 10:00 - 12:00 yfir vetrartímann.  Þangað eru velkomnir allir foreldrar ungra barna með börn sín til að fræðast, kynnast og leyfa börnunum að leika sér saman.  Við stefnum að því að hafa fræðslu og umræðuefni annan hvern fimmtudag og svo kaffi og spjall hinn fimmtudaginn. Við viljum móta dagskrána sem mest í samráði við ykkur, fá að heyra hverjar óskir ykkar eru og hvað þið mynduð helst vilja gera á þessum morgnum.  Endalaust er hægt að finna áhugaverð umræðuefni, en hugmyndirnar þurfa fyrst og fremst að koma frá ykkur.