Klúbbur fyrir krakka í 1. - 3. bekk

Klúbbur fyrir krakka í  1. - 3. bekk. Mánudagar kl. 16:15-17:15

tttAllir krakkar á aldrinum í 1. bekk, 2. bekk og 3. bekk eru velkomnir. Virðing fyrir sjálfum sér og náunganum, vinátta og fjölbreytileiki eru hjá okkur í hávegum höfð.  Þá er auðvitað lögð áhersla á að krökkunum líði vel í kirkjunni. Dagskráin er skemmtileg og fjölbreytt og ættu allir að finna sig velkomna. Það sem er m.a. á dagskrá eru leikir, spil, föndur, fræðsla og margt fleira. Nánari dagskrá verður send til foreldra þeirra barna sem kjósa að taka þátt.

Umsjón með starfinu hefur Þórdís Þórisdóttir ásamt Erlu Maríu og Tómasi.