Í tilefni af samkomubanni vegna Covid 19

Allt formlegt starf Seltjarnarneskirkju fellur niður: Messur, sunnudagaskóli, æskulýðsstarf, kóræfingar og annað safnaðarstarf fellur niður fram yfir páska.

Meðan á samkomubanninu stendur verður streymi á Facebook Seltjarnarneskirkju frá  helgistund á sunnudögum kl.13 og frá bænastund á miðvikudögum kl. 12. Sunnudagaskólinn setur einnig inn nýtt efni á hverjum sunnudegi.

Kirkjuklukknum er hringt kl. 12  í þrjár mínútur alla dag  samkvæmt ósk biskups Íslands. Bænastundir verða alla daga kl. 12 í Seltjarnarneskirkju meðan á samkomubanninu stendur. Við biðjum fyrir landi og þjóð á tímum veirunnar.  Fólk getur komið bænaefnum til sóknarprests í síma 899-6979.

Samtals og sálgæslusími Seltjarnarneskirkju

Opin lína hjá sóknarpresti kirkjunnar 899-6979, hvort sem fólk vill ræða daginn og veginn eða vanlíðan og áhyggjur.

Klúbbur fyrir krakka í 1. - 3. bekk

Klúbbur fyrir krakka í  1. - 3. bekk. Mánudagar kl. 16:15-17:15

tttAllir krakkar á aldrinum í 1. bekk, 2. bekk og 3. bekk eru velkomnir. Virðing fyrir sjálfum sér og náunganum, vinátta og fjölbreytileiki eru hjá okkur í hávegum höfð.  Þá er auðvitað lögð áhersla á að krökkunum líði vel í kirkjunni. Dagskráin er skemmtileg og fjölbreytt og ættu allir að finna sig velkomna. Það sem er m.a. á dagskrá eru leikir, spil, föndur, fræðsla og margt fleira. Nánari dagskrá verður send til foreldra þeirra barna sem kjósa að taka þátt.

Umsjón með starfinu hefur Þórdís Þórisdóttir ásamt Erlu Maríu og Tómasi.