Sunnudagurinn 5. maí

Fjölskylduathöfn 

-lok sunnudgaskólans kl. 11
Barnakór Seltjarnarneskirkju syngur undir stjórn Þorsteins Freys Sigurðssonar

Leiðtogar sjá um stundina ásamt sóknarpresti og organista

Pylsuveisla eftir athöfn í safnaðarheimilinu

Vortónleikar

Vortónleikar Kammerkórs Seltjarnaneskirkju

 kammerseltjarnarkirkju2019
Vortónleikar Kammerkórs Seltjarnaneskirkju verða í kirkjunni laugardaginn 4. maí nk kl. 17:00

Á efnisskránni eru meðal annars verk eftir William Byrd, Ola Gjelo, Henry Purcell og Felix Mendelsohn.
Þá flytja einstakir kórfélagar tónlist eftir íslensk og erlend tónskáld.

Stjórnandi kórsins er Friðrik Vignir Stefánsson organisti Seltjarnarneskirkju.

Allir eru velkomnir á tónleikana og er aðgangur ókeypis.

Stund fyrir eldri bæjarbúa

Þriðjudagurinn 30. apríl kl. 14

 Stund fyrir eldri bæjarbúa

Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, kemur í heimsókn

Kaffi og með því á kr. 500.-  

Sjáumst hress!

Sunnudagurinn 28. apríl

Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11.

Sr. Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur, messar.

Friðrik Vignir Stefánsson er organisti.

Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju syngja.

Sellósveitin Askja leikur nokkur lög. Hana skipa þau Anna Jórunn Stefánsdóttir, Guðrún Svana Hilmarsdóttir, Páll Einarsson, Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir og Sverrir Teitsson.

Kaffiveitingar og samfélag eftir athöfn í safnaðarheimili kirkjunnar.

Skírdagskvöld í Seltjarnarneskirkju

IMG 20190418 183132

Myndir frá 18. apríl á skírdagskvöldi í Seltjarnarneskirkju. Í þriðja sinn var  boðið upp á máltíð í kirkjunni að danskri fyrirmynd á skírdag kl. 18.

Sóknarprestur þjónaði ásamt organista kirkjunnar. Félagar úr Kammerkórnum leiddu almennan safnaðarsöng. Eftir altarisgöngu var boðið upp á kalt lambalæri með heitri sósu og kartöflusalati. Á sjöunda tug manna tóku þátt í athöfninni.

IMG 20190418 183232