Sunnudagurinn 7. janúar 2024

Fræðslumorgunn kl. 10.

Hjartarætur. Sagan hans pabba. Margrét Júlía Rafnsdóttir talar.

Þjóðbúningarmessa kl. 11

Fólk er beðið um að koma í þjóðbúningum eigi það eitthvað slíkt eða í lopapeysum. Sr. Bjarni Þór Bjarnason þjónar. Friðrik Vignir Stefánsson er organisti. Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju syngja.

Myndlistarsýning Sóleyjar Drafnar Davíðsdóttur, sálfræðings, opnuð á Veggnum gallerýi í safnaðarheimilinu eftir athöfn. Sýningin heitir ,,Kvenskörungar.” Þjóðlegar veitingar eftir messu.

Íþróttasunnudagaskóli kl. 13. Íþróttir, söngur, saga og föndur.

A Festival of nine lessons with Carols

Laugardaginn 16. desember kl. 14 verður áhugaverður viðburður í Seltjarnarneskirkju. A Festival of nine lessons with Carols verða í boði. Eliza Reid forsetafrú mun lesa fyrsta lesturinn um spádóma Jesúbarnsins. Átta aðrir lesarar munu lesa texta um spádóma og fæðingu barnsins í Betlehem úr Gamla og nýja testamentinu.
Kammerkór Seltjarnarneskirkju mun syngja jólasálma á milli lestra. Friðrik Vignir Sefánsson er organisti. Sóknarprestur stýrir athöfninni sem fer fram á ensku.
Þessi athöfn var fyrst flutt í kapellu King's College í Cambridge árið 1918.
Boðið verður upp á veitingar í safnaðarheimilinu.
Athöfnin er ókeypis og allir velkomnir.

Málverkasýning Óla Hilmars Briem Jónssonar í Seltjarnarneskirkju

Safnaðarheimili Seltjarnarneskirkju er í afar mikilli notkun og fjölsótt.  Þar er mikið og öflugt safnaðarstarf alla daga vikunnar.

Sú hefð hefur skapast að bjóða myndlistarfólki að sýna verk sín í safnaðarheimilinu, sem hanga uppi í mánuð í senn og gjarnan er nýr listamaður kynntur við messu á fyrsta sunnudegi í mánuði.

Á fyrsta sunnudegi í aðventu var nýr listamaður kynntur.

Það var Svana Helen Björnsdóttir formaður sóknarnefndar Seltjarnarneskirkju sem kynnti listamanninn og sagði um leið að safnaðarheimilið væri nú eins konar listagallerí.

Listamaður desembermánaðar er Óli Hilmar Briem Jónsson.

Í ávarpi sínu til safnarins í lok guðsþjónustunnar þakkaði Óli Hilmar af hjarta fyrir þetta tækifæri og að sýna sér þann heiður að fá að sýna myndir sínar í safnaðarheimilinu.

Hann þakkaði bæði sóknarprestinum sr. Bjarna Þór Bjarnasyni, sóknarnefnd og ekki síst Ingimari Sigurðssyni kirkjuverði fyrir samstarfið og hjálpina við að koma myndunum fyrir.

Óli er fæddur í Reykjaví árið 1950. Hann stundaði nám við Handíða- og myndlistarskólann við Freyjugötu á æskuárum sínum. Síðan lærði hann myndlist hjá Jóhanni Briem á árunum 1966- 1970. Eftir það stundaði hann nám í hönnun og myndlist við listadeild Háskólans í Oulu í Finnlandi árið 1971-1975. Þá lauk hann meistaraprófi í arkítektúr við tæknideild Háskólans í Oulo árið 1977.

Óli Hilmar hefur haldið nokkrar sýningar og verk eftir hann eru í eigu bæði einstaklinga og stofnana.

Sýningin stendur út árið.