Uppskeruguðsþjónusta

Uppskerumessa 1

Helgina 26.-28. ágúst var bæjarhátíð á Seltjarnarnesi þar sem ýmislegt var til skemmtunar. Seltjarnarneskirkja var virkur þátttakandi í hátíðinni með hamónikkuleik organistans Friðriks Vignis Stefánssonar í Gróttu þar sem hann stóð fyrir söngstund á laugardeginum. Hann mætti þar á fjölskylduhátíð ásamt sóknarprestinum sr. Bjarna Þór Bjarnasyni. Þar sungu þeir með fólkinu lög sem allir þekkja fyrir utan Albertsbúð. Þetta var að sögn sóknarprestsins mjög skemmtilegt.

Sjá nánar frétt á kirkjan.is

Sunnudagurinn 28. ágúst 2022

Uppskeruguðsþjónusta kl. 11. á bæjarhátíð á Seltjarnarnesi.  

graenmetiSr. Bjarni Þór Bjarnason þjónar.

Friðrik Vignir Stefánsson er organisti. Félagar úr Kammerkórnum syngja.

Kaffiveitingar og samfélag eftir athöfn í safnaðarheimilinu.

Að lokinni guðsþjónustunni verður hinn árlegi grænmetismarkaður í safnaðarheimilinu til styrktar innanlandsstarfi Hjálparstarfs kirkjunnar. Sanngjarnt verð.

Á miðvikudaginn verður svo morgunkaffi í kirkjunni frá kl. 9.

Sunnudagurinn 21. ágúst 2022

Messa kl. 11

kirkjuskipSr. Bjarni Þór Bjarnason þjónar fyrir altari.

Friðrik Vignir Stefánsson er organisti.

Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju leiða almennan safnaðarsöng.

Kaffiveitingar og samfélag eftir athöfn í safnaðarheimilinu.


Morgunkaffi á miðvikudögum

Morgunkaffi miðvikudaginn 24. ágúst frá kl. 9-11 í safnaðarheimiliu.

Allir hjartanlega velkomnir í kaffi og vínarbrauð.