Sunnudagurinn 14. janúar 2024 í kirkjunni

Fræðslumorgunn kl. 10

Fuglarnir á Nesinu.  Árni Árnason, kennari, höfundur og fuglaljósmyndari, sýnir fagrar fuglamyndir

Guðsþjónusta kl. 11

Sóknarprestur þjónar.  Organisti kirkjunnar leikur á orgelið.  Félagar úr Kammerkórnum syngja.

Kaffiveitingar í safnaðarheimilinu

Íþróttasunnudagaskóli kl. 13

Íþróttir, söngur, saga og föndur

Sunnudagurinn 7. janúar 2024

Fræðslumorgunn kl. 10.

Hjartarætur. Sagan hans pabba. Margrét Júlía Rafnsdóttir talar.

Þjóðbúningarmessa kl. 11

Fólk er beðið um að koma í þjóðbúningum eigi það eitthvað slíkt eða í lopapeysum. Sr. Bjarni Þór Bjarnason þjónar. Friðrik Vignir Stefánsson er organisti. Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju syngja.

Myndlistarsýning Sóleyjar Drafnar Davíðsdóttur, sálfræðings, opnuð á Veggnum gallerýi í safnaðarheimilinu eftir athöfn. Sýningin heitir ,,Kvenskörungar.” Þjóðlegar veitingar eftir messu.

Íþróttasunnudagaskóli kl. 13. Íþróttir, söngur, saga og föndur.