Tilkynningar

Sunnudagaskólinn og barnastarfið að hefjast 

 Sunnudagaskólinn hefst sunnudaginn 1. september kl. 11 í Seltjarnarneskirkju. Starf fyrir börn 6-12 hefst 3. september kl. 16 á neðri hæð kirkjunnar.

Foreldramorgnar hefjast í byrjun október

Foreldramorgnar hefjast fimmtudaginn 10. október kl. 10 á neðri hæð Seltjarnarneskirkju.

Messa sunnudaginn 1. september kl. 11. 

Sóknarprestur þjónar ásamt organista. Félagar úr Kammerkór kirkjunnar syngja. Sunnudagaskólinn hefst að loknu sumarleyfi. Sýning á myndum Sigrúnar Sigurðardóttur opnuð í lok messu. Kaffi og með því.

Skráning fermingarbarna 3. september

Skráning fermingarbarna vorsins 2014 verður þriðjudaginn 3. september kl. 16-18 í safnaðarheimili kirkjunnar.

Fræðslunámskeið um kristna trú

Námskeiðið Kristið líf og vitnisburður er opið fyrir alla – fræðslunámskeið um kristna trú.

Haldið í Seltjarnarneskirkju þriðjudaginn 27. ágúst, kl. 20-21.30, fimmtudaginn. 29. ágúst, kl. 20-21:30 og laugardaginn 31. ágúst, kl. 10-11:30 árdegis.

Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur í Seltjarnarneskirkju

 

Messa sjómannadagsins hófst kl. 11. Sóknarprestur og organisti kirkjunnar þjónuðu ásamt félögum í Kammerkór kirkjunnar. Þorsteinn Þorsteinsson söng einsöng. Már Gunnarsson, sjómaður og fyrrverandi skipstjóri las ritningarlestrana. Væntanlega fermingarbörn haustsins fjölmenntu í athöfnina ásamt foreldrum sínum. Söfnuðurinn bauð öllum viðstöddum upp á pylsur, djús, kaffi og kex