Fermingarstarfið hefst

Fermingarstarfið hefst laugardaginn 25. ágúst

fermingar faetur

Fermingarstarfið meðal þeirra unglinga sem ætla að fermast í Seltjarnarneskirkju vorið 2019 hefst laugardaginn 25. ágúst kl. 11 og stendur yfir til klukkan 14. Unglingarnir fá pizzu og drykk í hádeginu. Kennslan fer fram í þremur kennslustundum ásamt verkefnavinnu. þeir unglingar sem hafa ekki enn skráð sig geta komið og verið með og skráð sig í leiðinni.


Fermingardagar vorsins 2019:

  • Pálmasunnudagur 14. apríl kl. 13
  • Sumardagurinn fyrsti 26. apríl kl. 11.

Sunnudagurinn 24. júní

Helgistund á Lyfjafræðisafninu við Nesstofu kl. 11. 

Jónsmessunni fagnað. 

Sóknarprestur þjónar. 

Organistinn kirkjunnar mætir með harmónikkuna. 

Sigþrúður Erla Arnardóttir leiðir almennan sálmasöng. 

Kaffiveitingar og samfélag eftir athöfn.

Sunnudagurinn 17. júní

Guðsþónusta kl. 11

islenskifaninnGuðsþónusta kl. 11. á þjóðhátíðardaginn. Rótarýmenn taka þátt í athöfninni. Garðar Brielm flytur hugleiðingu. Sr. Kristín Pálsdóttir þjónar fyrir altari. Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju syngja. Elísabet Þórðardóttir er organisti. Í lok athafnar mun Rótarýklúbburinn afhenda efnilegum tónlistarmanni á Seltjarnarnesi Kaldalónsskálina sem er farandbikar. Kaffiveitingar og samfélag eftir athöfn.

Sunnudagurinn 10. júní

Messa klukkan 11

Sóknarprestur þjónar. 

Ragnhildur Dóra Þórhallsdóttir leiðir almennan safnaðarsöng.

Erla Rut Káradóttir er organisti. 

Kaffiveitingar og samfélag eftir messu.

Auglýsum eftir æskulýðsfulltrúa

Seltjarnarneskirkja - Æskulýðsfulltrúi

barnalok08Á Seltjarnarnesi búa um 4.500 manns og þar er Seltjarnarneskirkja. Blómlegt og fjölbreytt safnaðarstarf er í kirkjunni.  Til viðbótar við reglulegar guðsþjónustur er boðið uppá fræðslumorgna, fermingarfræðslu, kyrrðarstundir, starf með öldruðum, foreldramorgna og barna- og æskulýðsstarf. Annað hvert ár er haldin metnaðarfull Listahátíð á vegum kirkjunnar.

Seltjarnarneskirkja óskar eftir heiðarlegum og góðum einstaklingi í starf æskulýðsfulltrúa. Æskulýðsfulltrúi ber ábyrgð gagnvart sóknarpresti og sóknarnefnd á æskulýðsstarfi kirkjunnar. Áætlað starfshlutfall er í kringum 30%.

Helstu verkefni

  • Umsjón og skipulag með barna- og æskulýðsstarfi
  • Utanumhald um foreldramorgna
  • Umsjón með sunnudagaskóla

Menntun og hæfniskröfur

  • Haldgóð reynsla úr kristilegu æskulýðsstarfi
  • Reynsla og hæfni úr starfi með börnum og unglingum
  • Djákna- eða guðfræðimenntun er kostur
  • Frumkvæði og samskiptahæfni
  • Skipulagshæfileikar og sjálfstæð vinnubrögð

Umsóknarfrestur er til og með 30. júní n.k. Ráðið verður í starfið frá 1. september 2018.

Frekari upplýsingar veitir sr. Bjarni Þór Bjarnason sóknarprestur í síma 561-1550 eða 899-6979.

Umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf og sendist á:

Sóknarprest:                          This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Formann sóknarnefndar:     This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

.