Fræðslumorgunn og fjölmenn guðsþjónusta

Fræðslumorgunn 14. október
Hjónin Bjarni Torfi Álfþórsson og Erla Lárusdóttir sögðu frá hjólaferð frá Passau í Þýskalandi til Vínarborgar í Austurríki, er þau fóru í á nýliðnu sumri. Þau lýstu ferðinni í máli og myndum á frábæran hátt. Við þökkum þeim fyrir það. Fjölmenni var á fræðslumorgni.
-
Fjölmenn guðsþjónusta 14. október
Fjölmenn guðsþjónusta var haldin 14. október í Seltjarnarneskirkju. Sóknarprestur þjónaði ásamt organista og félögum í Kammerkór kirkjunnar. Fermingarbörn lásu lestra og bænir, Kobrún Sara Kjartansdóttir, Júlanna Ström, Tómas Óli Magnússon og Oddur Þórisson. Sigríður Ásta Olgeirsdóttir, nemandi í Söngskólanum söng einsöng. Sunnudagaskólinn var haldinn á sama tíma og kom Klói í heimsókn og gaf börnunum kókómjólk og blöðrur. Glæsilegar kaffiveitingar, vínarbrauð og skúffukaka var í boði Björnsbakarís, sem við þökkum kærlega fyrir.

Sr. Bjarni Þór valinn á Seltjarnarnesi

Valnefnd Seltjarnarnesprestakalls ákvað á fundi sínum þann 13. september síðastliðinn að leggja til við biskup Íslands að sr. Bjarni Þór Bjarnason verði skipaður sóknarprestur við kirkjuna. Frestur til að sækja um embættið rann út þann 13. ágúst s.l.  og voru umsækjendur fjórir. Embættið veitist frá 1. október 2012.
Biskup skipar þann umsækjanda í embættið sem valnefnd hefur náð samstöðu um, enda telji hann niðurstöðu valnefndar reista á lögmætum sjónarmiðum.
Tekið af www.kirkjan.is þann17/9 2012 . höf. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir