Kirkjuhlaup Trimmklúbbs Seltjarnarness.

Kirkjuhlaup Trimmklúbbs Seltjarnarness.
Fólkið safnaðist saman í Seltjarnarneskirkju skömmu fyrir kl. tíu í gærmorgun. Kl. tíu var sr. Bjarni Þór og Friðrik organisti með helgistund með hópnum. Kl. 10.15 lagði hópurinn af stað og hljóp á milli 12 kirkna, rúmlega 14 km. langa leið. Hlauparar komu svo tilbaka um half tólf. Þá beið rjúkandi heitt súkkulaði eftir þeim á neðri hæð kirkjunnar og smákökur.
jolaskokk2
Fólk safnaðist saman annan í jólum í Seltjarnarneskirkju skömmu fyrir kl. tíu að morgni. Kl. tíu var sr. Bjarni Þór og Friðrik organisti með helgistund með hópnum. Kl. 10.15 lagði hópurinn af stað og hljóp á milli 12 kirkna, rúmlega 14 km. langa leið. Hlauparar komu svo tilbaka um half tólf. Þá beið rjúkandi heitt súkkulaði eftir þeim á neðri hæð kirkjunnar og smákökur.
jolaskokk1

Myndir frá fjölskyldustund

4. sunnudag í aðventu var fjölskyldustund þar sem Selkórinn söng undir stjórn Jóns Karls Einarssonar. Geir Ólafs tók lög af nýútkominni barnaplötu sinni og svo kom Hurðaskellir og gaf öllum börnum pakka.
Leiðtogar sunnudagaskólans, sóknarprestur og organisti kirkjunnar leiddu athöfnina. Boðið var síðan uppá léttar veitingar að athöfn lokinni.

Aðventuljóð

ragnar_ingi

Ragnar Ingi Aðalsteinsson frá Vaðbrekku flutti ljóð sitt  "Aðventuljóð" í Guðsþjónustu 11.desember síðastliðinn  við góðan róm kirkjugesta.

Þökkum Ragnari Inga kærlega fyrir.


 

AÐVENTULJÓÐ
Eftir Ragnar Inga Aðalsteinsson frá Vaðbrekku

Í myrkrinu aðventuljósin loga
sem lýsandi bæn um grið.
Þessi veröld er full af skammdegisskuggum,
það skortir á gleði og frið.
Það er margt sem vakir í vitund okkar
sem við höfum þráð og misst.
Þá er sálinni styrkur og hjartanu huggun
að hugsa um Jesú Krist.

Aðventukvöld

Aðventukvöldið var haldið fyrsta sunnudag í aðventu, 27. nóvember og var óhemju vel sótt, en um 325 gestir voru í kirkjunni.

Græn messa og verðlaunaafhending

duftker
Árrisulir Seltirningar og aðrir góðir gestir nutu morgunsins í Seltjarnarneskirkju, sunnudaginn 27. nóvember. Seltjarnarneskirkja er nú græn kirkja og var yfirlýsing því til staðfestingar undirrituð að viðstöddum kirkjugestum.
duftkermessaAlþjóðlegt ár skóga 2011 var fyrirferðarmikið í ljóðum og hugvekju athafnarinnar og einnig voru afhentar viðurkenningar og verðlaun í samkeppninni “Af jörðu”. Samkeppnin snérist um tillögur að duftkerjum úr íslenskum við og dómnefnd átti úr vöndu að ráða því 28 tillögur bárust. Duftkerin eru öll til sýnis í Seltjarnarneskirkju fram til 11. desember og veltu kirkjugestir fyrir sér listaverkunum. Kór MR söng við athöfnina, sunnudagaskólabörnin einnig og kveikt var á fyrsta aðventukertinu, spádómskertinu.