Áríðandi tilkynning

Ferðin í Engey fellur niður. Björgunarsveitarmenn treysta sér ekki að flytja fólk út í Engey vegna vöntunar á mannskap. Ferðin verður farin síðar.

Guðsþjónusta verður haldin í Seltjarnarneskirkju á morgun (20. ágúst) kl. 11. Sóknarprestur þjónar og organisti kirkjunnar leikur á orgelið. Halldór Blöndal, fyrrverandi ráðherra, spjallar um Engey. Það er nokkurs konar upphitun fyrir Engeyjarferð síðar.

Veitingar eftir athöfn.

Safnaðarferð í Engey

Sunnudaginn 20. ágúst kl. 11

SAFNAÐARFERÐ FRESTAST

Sunnudaginn 20. ágúst er áætlað að fara í safnaðarferð út í Engey ef veður leyfir. Við ætlum að leggja upp frá Grandagarði 14 í Reykjavík, þar sem Björgunarsveitin Ársæll hefur björgunarskipið sitt. 

vefmynd loftmynd nytjarettur eyjar

Áætlað er að sigla frá landi kl. 11  með björgunarskipinu og út að Engey, þar sem fólk fer um borð í slöngubát til að komast í land. Björgunarsveitarmenn munu aðstoða fólk til að komast í slöngubátinn og úr honum. Fólk þarf að mæta í stígvélum og regnfatnaði. 

Organisti Seltjarnarneskirkju mun koma með harmónikkuna. Áætlað er að hafa helgistund í eyjunni þar sem sóknarprestur flytur stutta hugleiðingu.

Engey var í lögsagnarumdæmi Seltjarnarness til ársins 1974. Vitinn í Engey blasir við úr safnaðarsal Seltjarnarneskirkju. Segja má, að Seltjarnarneskirkja og vitinn í Engey kallist á. Svo stutt er loftlínan á milli þessara bygginga. 

Fólk þarf að skrá sig í ferðina og hringja í síma 899-6979 í síðasta lagi laugardaginn 19. ágúst. 

Ferðin kostar krónur eitt þúsund fyrir fullorðna og krónur fimm hundruð fyrir börn. Eftir helgistundina er öllum boðið upp á samlokur og drykk. 

Ef veður verður vont og ekki hægt að sigla út í Engey verður guðsþjónusta í Seltjarnarneskirkju kl. 11.   

Sunnudagurinn 13. ágúst

Messa kl. 11

seltjakirkja blaSr. Bjarni Þór Bjarnason þjónar

Organisti er Friðrik Vignir Stefánsson

Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju syngja

Borð með litum og blöðum fyrir börnin

Kaffiveitingar og samfélag eftir athöfn

Sjáumst á sunnudaginn í kirkjunni okkar!