Miðvikudagurinn 20. september

Vígsla á altari á svölum Seltjarnarneskirkju kl. 16

Sr. Kristján Björnsson, vígslubiskup, vígir altari til minningar um Sigurð Kr. Árnason, byggingarmeistara Seltjarnarneskirku

Sr. Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur, þjónar

Friðrik Vignir Stefánsson leikur á harmónikku

Afkomendur Sigurðar Kr. Árnasonar taka þátt í athöfninni

Boðið verður upp á kaffi og tertu að lokinni vígslunni

Allir velkomnir!

Mánudagur 18. september

Krakkaklúbbur 6-9 ára kl.16-17

Spiladagur, hlökkum til að sjá þig!

Barnastarf kirkjunnar er byrjað. Starfið hentar öllum kátum krökkum á aldrinum 6-9 ára.
Við ætlum að hafa mikið fjör og gaman í vetur og vonumst til þess að sjá sem flesta í krakkakúbbnum í Seltjarnarneskirkju!
Hér má sjá dagskrá vetrarins.

 

Sunnudagurinn 17. september

Fræðslumorgunn kl. 10

Palestína

Sveinn Rúnar Hauksson, læknir, talar

Guðsþjónusta kl. 11

Sóknarprestur þjónar

Organisti kirkjunnar leikur á orgelið

Félagar úr Kammerkórnum leiða almennan safnaðarsöng

Kaffiveitingar og samfélag eftir athöfn í safnaðarheimilinu

Sunnudagaskóli kl. 13

Mikill söngur, föndur og veitingar