listahatid

Ferð eldri bæjarbúa 25. maí

Ferð eldri bæjarbúa á Álftanes 25. maí á upppstigningardag

Farið verður frá Seltjarnarneskirkju kl. 10.15 með rútu. Messa verður í Bessastaðakirkju sem hefst kl. 11. Sr. Hans Guðberg Alfreðsson, prestur á Álftanesi, tekur á móti hópnum. Sr. Bjarni Þór Bjarnason predikar.

Eftir messuna bjóða Álftnesingar upp á veitingar í safnaðarheimili sínu. Þar verður einnig boðið upp á skemmtiatriði. Seltirningar eru að endurgjalda heimsókn Álftnesinga í Seltjarnarneskirkju í fyrra.

Ferðin er ókeypis en fólk þarf að skrá sig í ferðina og hringja í síma 561-1550 eða 899-6979.

Sunnudagurinn 21. maí

Fræðslumorgunn kl. 10

Þórir Guðmundsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins í Reykjavík talar.

thorir redcross

Sögur úr Miðjarðarhafi og björgun flóttamanna. Þórir sigldi með björgunarskipi um Miðjarðarhafið og kom að björgun fjölda flóttamanna.

Guðsþjónusta kl. 11

Sóknarprestur þjónar  og organisti kirkjunnar leikur á orgelið.

Kammerkór kirkjunnar sér um söng.

Veitingar og samfélag eftir athöfn.

Sunnudagurinn 14. maí

Fræðslumorgunn kl. 10.

Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir talar.

Messa kl. 11.

Sr. Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur,  þjónar.  Friðrik Vignir Stefánsson, organisti, leikur á orgelið. Sigþrúður Erla Arnardóttir leiðir almennan safnaðarsöng. Borð með litum og blöðum fyrir börnin. Kaffiveitingar og samfélag eftir athöfn.