Tilkynningar

Þriðjudagurinn 26. apríl 2016

Stund fyrir eldri bæjarbúa kl. 14

Sóknarnefnd sér um helgistund og áhugavert efni. Kaffiveitingar og gott samfélag.


Laugardagurinn 30. apríl 2016

Vori fagnað á Gróttudegin kl. 15.15

Við fögnum vori og sumri á Gróttudaginn í Albertsbúð kl. 15.15. Organistinn mætir með harmóníkuna og við syngjum lögu um sólina og birtuna. Sóknarprestur spjallar um vorið og sumarið. Fjölmennum á ljúfa stund á Gróttudegi kl. 15.15.


Sunnudagurinn 1. maí 2016

Messa á báráttudegi verkalýðsins. Arnþór Helgason flytur hugleiðingu. Sóknarprestur þjónar. Organisti kirkjunnar leikur á orgelið. Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju leiða almennan safnaðarsöng. Kaffiveitingar og samfélag eftir messu.


Aðalsafnaðarfundur mánudaginn 9. maí kl. 17

Aðalfundur Seltjarnarnessafnaðar verður haldinn í safnaðarheimili Seltjarnarneskirkju. Venjuleg aðalfundarstörf.  

Sunnudagurinn 24. apríl

VORHÁTÍÐ FJÖLSKYLDUNNAR KL. 11

sumarminiSunnudagaskóla Seltjarnarneskirkju lýkur á þessu vori með hátíð í kirkjunni á sunnudaginn kemur

Pálína Magnúsdóttir, æskulýðsfulltrúi og leiðtogar sjá um stundina  ásamt sóknarpresti og organista kirkjunnar

Dans við lifandi tónlist fyrir alla fjölskylduna á neðri hæð kirkjunnar

Pylsur, djús, kaffi og aðrar veitingar eftir athöfn

Sjáumst í kirkjunni á sunnudaginn, fólk á öllum aldri, og gleðjumst saman!

Söngur liðinna alda

kammerkor nov 2015
 
Kammerkór Seltjarnarneskirkju fagnar sumarkomunni með árlegum vortónleikum laugardaginn 23. apríl kl.17.00 í Seltjarnarneskirkju. Á efnisskránni er blanda af fallegri kórtónlist frá endurreisnar-barokk-rómatíska-tímanum ásamt nútímakórverkum. Sum þessara kórverka hafa ekki verið flutt áður hér á Íslandi, en kórinn er þekktur fyrir að hafa staðið að frumflutningi margra kórverka síðustu ár. Tónleikarnir enda síðan á fjórum rússneskjum kirkjulegum verkum sem sungin verða á frummálinu.  
 
Aðgangur er 2000 kr. Miðar seldir á staðnum. Allir velkomnir.