Sunnudagurinn 20. september

Sunnudagaskóli og guðsþjónusta kl. 11

Sunnudagaskólinn á neðri hæð kirkjunar í umsjá Pálínu Magnúsdóttur, æskulýðsfulltrúa, ásamt leiðtogum
Sr. Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur, þjónar í guðsþjónustunni í Seltjarnarneskirkju
Organisti er Friðrik Vignir Stefánsson
Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju leiða almennan safnaðarsöng
Kaffiveitingar
Málverkasýning Sigurðar K. Árnasonar verður opnuð í safnaðarheimilinu kl. 14. Þennan dag fagnar Sigurður 90 ára afmæli sínu

Helgistund á gömlu kirkjustæði

[widgetkit id="1"]
Sunnudaginn 13. júní fór fram helgistund á gamla kirkjustæðinu við Nesstofu.
Fyrri hluti helgistundarinnar var úti þar sem kirkjurnar í Nesi við Seltjörn stóðu hver af annarri frá því á 12. öld og til ársins 1799. Á þessu ári eru 230 ár síðan síðasta kirkjan í Nesi var vígð, en það var árið 1785. Síðari hlutinn fór svo fram inni í Lyfjafræðisafninu. Sr. Bjarni minntist sérstaklega þeirra sem lagðir voru til hinstu hvílu í kirkjugarðinum við Nesstofu, en hann var í notkun fram á annan tug 19. aldar. Nefnd á vegum sóknarnefndar hefur lagt til að svæði sunnan við Nesstofu verði afmarkað fyrir nýjan kirkjugarð, en jafnframt hefur sóknarnefnd hug á að gera skrá yfir þá sem hvíla í hinum forna kirkjugarði. Þar voru jarðsettir auk Seltirninga sjómenn sem fórust við Gróttu eða nágrenni hennar. 
Alls voru það 75 manns sem tóku þátt í þessari helgiathöfn.

Sunnudagurinn 13. september

Athugið sitt hvor athöfnin á sama tíma á sitt hvorum staðnum!

Sunnudagaskóli í kirkjunni kl. 11

Pálína Magnúsdóttir, æskulýðsfulltrúi ásamt starfsfólki sunnudagaskólans
– kaffi og djús ásamt meðlæti.

Helgistund á hinu forna kirkjustæði við Nesstofu kl. 11

Sóknarprestur þjónar.
Organisti mætir með harmónikuna.
Ef veður verður óhagstætt flyst helgistundin inn í sal Lyfjafræðisafnsins.
Veitingar að hætti hússins.
Sjáumst hress og glöð á sögulegum stað, þar sem kirkja stóð í mörg hundruð ár!