Laugardagurinn 15. desember

kristnihald50 ár liðin frá útkomu Kristnihalds undir Jökli eftir Halldór Laxness og 20. ártíð skáldsins. 

Kaffikarlar sjá um lestur valinna kafla úr Kristnihaldinu kl. 14 - 16.

Í lestrarhléi er boðið upp á kaffi og stríðstertur í safnaðarheimilinu, að hætti Hnallþóru.

Sunnudagurinn 16. desember

Þriðji sunnudagur í aðventu

Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11.  

adventa3kertiSóknarprestur þjónar ásamt leiðtogum í sunnudagaskólanum.  Organisti kirkjunnar leikur á orgelið. Sigurður Gíslason og Ellert Blær Guðjónsson syngja í athöfninni. Jólasveinninn kemur í heimsókn og gefur börnunum gjafir.  Kaffiveitingar og samfélag í safnaðarheimilinu eftir athöfn.

Aðventukvöld 2. desember

Aðventukvöld 2. desember kl. 20

adventa01Sr. Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti, flytur hugleiðingu.

Barnakór Seltjarnarneskirkju og Kammerkór Seltjarnarnarneskirkju syngja. Almennur söngur.

Kaffiveitingar í safnaðarheimilinu eftir athöfn.

Sunnudagurinn 25. nóvember

Fræðslumorgunn kl. 10

Svana Helen Björnsdóttir, verkfræðingur, spjallar um kirkjuna og skipulag hennar og lítur um öxl  á síðasta sunnudegi kirkjuársins. 

Messa og sunnudagaskóli kl. 11

Sóknarprestur þjónar. Organisti er Glúmur Gylfason og leiðtogar sjá um sunnudagaskólann. Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju syngja. 

Kaffiveitingar og samfélag eftir athöfn í safnaðarheimilinu