Hvítasunnudagur 15. maí 2016

Hátíðarguðsþjónusta kl. 11

bjarniSr. Bjarni Þór Bjarnason,  sóknarprestur,  þjónar. 
Friðrik Vignir Stefánsson, organisti, leikur á orgel kirkjunnar. 
Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju syngja.  
Sóknarprestur býður öllum að þiggja veitingar að athöfn lokinni í tilefni af 25 ára vígsluafmæli sínu.

Sunnudagurinn 8. maí 2016

Messa kl. 11

solveig laraÍ messunni verður þess minnst  að 30 ár séu  liðin frá því að sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup, var ráðin sem fyrsti sóknarprestur Seltjarnarnesprestakalls.  

Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir prédikar.  Sóknarprestur þjónar fyrir altari.  Organisti er Glúmur Gylfason. Forsöngvari er Ragnhildur Dóra Þórhallsdóttir. 

Kaffiveitingar og samfélag eftir athöfn.

Fimmtudagur 5. maí

Messa á uppstigningardag kl. 11

austurhlidMessa verður á Degi aldraðra í Seltjarnarneskirkju. Eldri borgarar af Álftanesi koma í heimsókn og taka þátt í messunni með heimafólki. Sr. Hans Guðberg Alfreðsson prestur á Álftanesi prédikar. Sr. Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur, þjónar fyrir altari. Sigurlaug Arnardóttir leiðir almennan safnaðarsöng. Kaffiveitingar og samfélag eftir messuna. Í þessari messu sameinast nesin tvö, Álftanes og Seltjarnarnes. Þess vegna er hægt að kalla þessa messu N-2 messu.

Tilkynningar

Þriðjudagurinn 26. apríl 2016

Stund fyrir eldri bæjarbúa kl. 14

Sóknarnefnd sér um helgistund og áhugavert efni. Kaffiveitingar og gott samfélag.


Laugardagurinn 30. apríl 2016

Vori fagnað á Gróttudegin kl. 15.15

Við fögnum vori og sumri á Gróttudaginn í Albertsbúð kl. 15.15. Organistinn mætir með harmóníkuna og við syngjum lögu um sólina og birtuna. Sóknarprestur spjallar um vorið og sumarið. Fjölmennum á ljúfa stund á Gróttudegi kl. 15.15.


Sunnudagurinn 1. maí 2016

Messa á báráttudegi verkalýðsins. Arnþór Helgason flytur hugleiðingu. Sóknarprestur þjónar. Organisti kirkjunnar leikur á orgelið. Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju leiða almennan safnaðarsöng. Kaffiveitingar og samfélag eftir messu.


Aðalsafnaðarfundur mánudaginn 9. maí kl. 17

Aðalfundur Seltjarnarnessafnaðar verður haldinn í safnaðarheimili Seltjarnarneskirkju. Venjuleg aðalfundarstörf.  

Sunnudagurinn 24. apríl

VORHÁTÍÐ FJÖLSKYLDUNNAR KL. 11

sumarminiSunnudagaskóla Seltjarnarneskirkju lýkur á þessu vori með hátíð í kirkjunni á sunnudaginn kemur

Pálína Magnúsdóttir, æskulýðsfulltrúi og leiðtogar sjá um stundina  ásamt sóknarpresti og organista kirkjunnar

Dans við lifandi tónlist fyrir alla fjölskylduna á neðri hæð kirkjunnar

Pylsur, djús, kaffi og aðrar veitingar eftir athöfn

Sjáumst í kirkjunni á sunnudaginn, fólk á öllum aldri, og gleðjumst saman!