Sunnudagurinn 20. september 2020

Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11

Uppskeruguðsþjónusta.

graenmetiSr. Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur, þjónar.

Friðrik Vignir Stefánsson er organisti.

Sveinn Bjarki Tómasson og leiðtogar sjá um sunnudagaskólann.

Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju leiða almennan safnaðarsöng.

Kaffiveitingar og samfélag eftir athöfn í safnaðarheimilinu.

Grænmetismarkaður eftir athöfn til styrktar Hjálaparstarfi kirkjunnar – innanlandsaðstoð.

Kvennakaffi

Þriðjudagsmorgun 15. september kl. 10

Í safnaðarheimili Seltjarnarneskirkju ætlum við að bjóða upp á
kvennakaffi kl. 10 á þriðjudagsmorgnum. Fyrirmyndin er karlakaffið sem
er í safnaðarheimili kirkjunnar tvisvar sinnum í viku. Það er engin
dagskrá í kvennakaffinu. Konur geta mætt og spjallað við aðrar konur um
allt á milli himins og jarðar. Kvennakaffið er vettvangur til þess að
staldra við og fá sér kaffi eða te og með því og eiga samfélag.

Allar konur eru velkomnar.

Sunnudagurinn 13. september

Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11

IMG 0041Sr. Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur, þjónar. 

Friðrik Vignir Stefánsson er organisti. 

Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju leiða almennan safnaðarsöng. 

Sveinn Bjarki  sér um sunnudagaskólann ásamt leiðtogum. 

Kaffiveitingar og samfélag eftir athöfn í safnaðarheimilinu.