Söngur liðinna alda

kammerkor nov 2015
 
Kammerkór Seltjarnarneskirkju fagnar sumarkomunni með árlegum vortónleikum laugardaginn 23. apríl kl.17.00 í Seltjarnarneskirkju. Á efnisskránni er blanda af fallegri kórtónlist frá endurreisnar-barokk-rómatíska-tímanum ásamt nútímakórverkum. Sum þessara kórverka hafa ekki verið flutt áður hér á Íslandi, en kórinn er þekktur fyrir að hafa staðið að frumflutningi margra kórverka síðustu ár. Tónleikarnir enda síðan á fjórum rússneskjum kirkjulegum verkum sem sungin verða á frummálinu.  
 
Aðgangur er 2000 kr. Miðar seldir á staðnum. Allir velkomnir.

Sunnudagurinn 17. apríl

Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11.

noregur fanarSr. Bjarni Þór Bjarnsson, sóknarprestur, þjónar fyrir altari. Sr. Þórey Guðmundsdóttir, fyrrverandi sóknarprestur í Noregi, prédikar. Siv Friðleifsdóttir, fyrrverandi ráðherra, flytur ávarp. Hlíf Thors Arnlaugsdóttir og Elín Erlingsson lesa ritningarlestra.  Friðrik Vignir Stefánsson er organisti.  Norskur kór sem heitir Vöfflukórinn syngur í athöfninni. Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju leiða almennan safnaðarsöng. Pálína Magnúsdóttir, æskulýðsfulltrúi og leiðtogar sjá um sunnudagaskólann. Vöfflukaffi og áframhaldandi samfélga eftir athöfn.

Bænastund á fimmtudagsmorgnum

baenastandurBænastund verður á fimmtudagsmorgnum

Bænastundin sem hefur verið á föstudagsmorgnum kl. 8.30 mun framvegis vera á fimmtudagsmorgnum kl. 9. Boðið er upp á kaffi og vínarbrauð eftir stundina. Á þessum stundum er meðal annars beðið fyrir sjúkum. Fyrsta bænastundin samkvæmt þessu fyrirkomulagi verður fimmtudaginn 14. apríl kl. 9.

 

Sunnudagurinn 10. apríl

Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11.

austurhlidSóknarprestur þjónar. Organisti kirkjunnar leikur á orgelið. Félagar úr Kammerkór kirkjunnar leiða almennan safnaðarsöng. Pálína Magnúsdóttir og leiðtogar sjá um sunnudagaskólann.
Kaffiveitingar.


Fermingarmessa kl. 13.

fermingar faetur

Sunnudagurinn 3. apríl

Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11:00

fjolskyldaSr. Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur, þjónar
Friðrik Vignir Stefánsson er organisti
Pálína Magnúsdóttir, æskulýðsfulltrúi ásamt leiðtogum sjá um sunnudagaskólann
Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju leiða almennan safnaðarsöng
Kaffiveitingar og samfélag eftir athöfn

Fermingarmessa kl. 13:00

fermingar faetur