Sunnudagurinn 15. apríl

Fræðslumorgunn kl. 10.

Kálfatjarnarkirkja og Vatnsleysuströnd
Sr. Bjarni Þór Bjarnason talar.

Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11

Guðsþjónustan er tileinkuð sálmaskáldinu  sr. Stefáni Thorarensen. Una Margrét Jónsdóttir, dagsrkárgerðamaður á RUV, talar um sálmaskádið og sálmana hans. Allir sálmar guðsþjónustunnar eru eftir sr. Stefán. Sóknarprestur þjónar. Leiðtogar sjá um sunnudagaskólann. Organisti kirkjunnar leikur á orgelið. Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju syngja. Kaffiveitingar og samfélag eftir athöfn.

Sunndagurinn 8. apríl

Fræðslumorgunn kl. 10

Vilhjálmur Bjarnason, lektor, kemur í heimsókn og fjallar um eigendasögu 
Bessastaða.

Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11

vesturhlidSr Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur, þjónar.

Friðrik Vignir Stefánsson er organisti. Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju 
syngja.

Leiðtogar sjá um sunnudagaskólann.

Kaffiveitingar og samfélag eftir athöfn.

Safnaðarstarf

Safnaðarstarf um kyrruviku og páska.

 
25. mars – pálmasunnudagur
Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Kaffiveitingar og samfélag. 
 
Fermingarmessa kl. 13
 
26. mars
Páskaeggjabingó í safnaðarheimilinu kl. 20
 
29. mars - skírdagur
Guðsþjónusta kl. 11 á vegum Samstarfsnefndar kristinna trúfélaga og Alþjóðlegs bænadags kvenna. Dr. Sólveig Anna Bóasdóttir prédikar.
 
Altarisganga og máltíð í Seltjarnarneskirkju kl. 18. Fólk þarf að skrá sig til þátttöku í síma 561-1550 eða 899-6979.
 
30. mars – föstuldagurinn langi
Lestur allra Passíusálmanna frá kl. 13-18. Seltirningar lesa.
 
1. apríl - páskadagur 
Hátíðarguðsþjónusta kl. 08 fyrir hádegi. Brynhildur Þóra Þórsdóttir syngur einsöng. Morgunverður og samfélag að athöfn lokinni.

Sunnudagurinn 18. mars

FRÆÐSLUMORGUNN KL. 10

kara nafna

 

Rósa Ólöf Ólafíudóttir, hjúkrunarfræðingur og djákni kemur í heimsókn. Hún les úr bók sinni Kæra nafna sem er þroskasaga hennar þar sem hún lýsir glímu sinni við Guð, menn og sjálfa sig.

GUÐSÞJÓNUSTA OG SUNNUDAGASKÓLI KL. 11

vesturhlid

 

Kaffiveitingar og samfélag eftir athöfn.

 

 

 

LOF OG Dýrð

kammerkorvor2010

Kammerkór Seltjarneskirkju og Kammerkór Reykjavíkur verða með tónleika í Seltjarnarneskirkju miðvikudaginn 14. mars kl. 20:00

Tónleikarnir bera heitið
LOF OG Dýrð 
tónlist tengd komandi páskum

Flutt verða verkin;

Salve Regina“ Verk fyrir karlaraddir og orgel. Giovanni Battista Martini (1706-1784)

Stabat Mater“ Upphafs og lokakór. Verk fyrir kvenraddir og orgel. G.B. Pergolesi (1710-1736)

Einn lagrænn Píslargrátur“ verk fyrir blandaðan kór, fjóra einsöngvara, orgel og blokkflautu. Eftir Sigurð Bragason (1954-) við ljóð eftir Jón Arason.(1484-1550)

Einsöngvarar. Ragnhildur Dóra Þórhallsdóttir, Ólöf Guðrún Sigurðardóttir, Þorsteinn Freyr Sigurðsson, Árni Gunnarsson

Missa Brevis. Verk fyrir blandaðan kór og orgel eftir Jakob de Haan (1959-)

Stjórnendur: Friðrik Vignir Stefánsson og Sigurður Bragason
Organisti: Renata Ivan
Blokkflauta: Sophie Schoonjans

Miðaverð 2000 krónur og fyrir eldri borgara 1000 krónur.