Category Archives: Fréttir

Sunnudagaskólinn hófst í dag

Starfsemi sunnudagaskólans hófst að nýju í dag. Um 30 krakkar auk foreldra komu í kirkjuna í dag. Pálína Magnúsdóttir hefur verið ráðinn fræðslu- og æskulýðsfulltrúi og stýrir sunnudagakólanum. Afskaplega ánægjulegt að sjá allan þennan fjölda koma í sunnudagaskólann í dag.

Pálína Magnúsdóttir ráðin æskulýðs- og fræðslufulltrúi

Pálína Magnúsdóttir hefur verið ráðin æskulýðs- og fræðslufulltrúi við Seltjarnarneskirkju. Hún hefur nú þegar hafið störf. Pálína mun stýra sunnudagaskólanum auk þess að hafa umsjón með barnastarfi og æskulýðsstarfi Við bjóðum Pálínu innilega velkomna til starfa á ný.

Sunnudagaskólinn hefst á ný, sunnudaginn 29. september n.k.

Það er okkur mikil ánægja að tilkynna að barna- og æskulýðsstarf Seltjarnarneskirkju mun hefjast aftur þann 29. september n.k. Pálína S Magnúsdóttir mun sjá um starfið. Við hlökkum til að bjóða öll börn velkomin í kirkjuna. Við munum leggja okkur fram um að vera með spennandi og fræðandi starf fyrir sem flest í vetur. Markmið […]

Sunnudagurinn 29. september 2024

Fræðslumorgun kl. 10 „Enga gjöf gátu Danir betur valið Íslandi“. Eiríkur G. Guðmundsson, sagnfræðingur og fyrrverandi þjóðskjalavörður talar. Guðsþjónusta kl. 11 Sr. Bjarni Þór Bjarnason þjónar. Friðrik Vignir Stefánsson er organisti. Félagar úr Kammerkórnum syngja. Kaffiveitingar og samfélag í safnaðarheimilinu eftir athöfn.