Fræðslumorgunn og fjölmenn guðsþjónusta

Fræðslumorgunn 14. október
Hjónin Bjarni Torfi Álfþórsson og Erla Lárusdóttir sögðu frá hjólaferð frá Passau í Þýskalandi til Vínarborgar í Austurríki, er þau fóru í á nýliðnu sumri. Þau lýstu ferðinni í máli og myndum á frábæran hátt. Við þökkum þeim fyrir það. Fjölmenni var á fræðslumorgni.
-
Fjölmenn guðsþjónusta 14. október
Fjölmenn guðsþjónusta var haldin 14. október í Seltjarnarneskirkju. Sóknarprestur þjónaði ásamt organista og félögum í Kammerkór kirkjunnar. Fermingarbörn lásu lestra og bænir, Kobrún Sara Kjartansdóttir, Júlanna Ström, Tómas Óli Magnússon og Oddur Þórisson. Sigríður Ásta Olgeirsdóttir, nemandi í Söngskólanum söng einsöng. Sunnudagaskólinn var haldinn á sama tíma og kom Klói í heimsókn og gaf börnunum kókómjólk og blöðrur. Glæsilegar kaffiveitingar, vínarbrauð og skúffukaka var í boði Björnsbakarís, sem við þökkum kærlega fyrir.