Tilkynningar !

Sunnudagurinn 29. maí 2022 

Fræðslumorgunn kl. 10

Sálfræði og trú í dagsins önn
Dr. Sigurður Júlíus Grétarsson, prófessor, talar

Guðsþjónusta kl. 11

Sr. Bjarni Þór Bjarnason þjónar
Bjartur Logi Guðnason er organisti
Eygló Rúnarsdóttir leiðir almennan safnaðarsöng
Kaffiveitingar og samfélag eftir athöfn í safnaðarheimilinu

Þriðjudagurinn 31. maí 2022 kl. 14

Stund fyrir eldri bæjarbúa

Anna Valdimarsdóttir, sálfræðingur, spjallar um lífið og tilveruna
Sönghópur af Skólabraut syngur nokkur lög
Afmæliskringla með kaffinu
Allt er frítt en fólk þarf að skrá sig í síma 899-6979

Sunnudagurinn 5. júní  kl. 13

Ferðalag á hvítasunnudag

Efnt verður til ferðar á hvítasunnudag frá Seltjarnarnarneskirkju. Farið verður í Strandarkirkju og hún skoðuð og fræðst um sögu staðarins. Eftir það verður farið í safnaðarheimili Hveragerðiskirkju og boðið upp á kaffi og með því. Ferðin kostar ekkert. Rútuna greiðir Seltjarnarneskirkja og kaffibrauðið er í boða Seltjarnarnesbæjar enda er ferðina á vegum kirkjunnar og bæjarins. Þið sem hafið áhuga á að koma með þurfið að skrá ykkur í síma 899-6979 í síðasta lagi 3. júní.