Fræðslumorgunn og grannaguðsþjónusta í Seltjarnarneskirkju 26. febrúar

Fræðslumorgunn fór fram kl. 9.45-10.30 í kjallara Seltjarnarneskirkju. Valgeir Gestsson, fyrrverandi skólastjóri, sagði frá hjólaferð sinni og konu sinnar, Áslaugar Ármannsdóttur, frá Berlín til Kaupmannahafnar, á liðinu sumri, í máli og myndum.

Grannaguðsþjónusta var haldin í Seltjarnarneskirkju 26. febrúar síðastliðinn. Íbúar úr Eiðismýri, Suðurmýri, Tjarnarmýri, Grænumýri, Kolbeinsmýri, Tjarnarstíg og Tjarnarbóli tóku virkan þátt í guðsþjónustunni. Guðmundur Einarsson og Svana Helen Björnsdóttir lásu ritningarlestra. Guðmundur Snorrason las bænir og Hrafnhildur B. Sigurðardóttir las lokabæn. Arnþór Helgason kvað sjö erindi úr fyrsta passíusálminum í þessari útvarpsguðsþjónustu. Helga Svala Sigurðardóttir lék á þverflautu. Organisti kirkjunnar þjónaði ásamt Kammerkór kirkjunnar. Íbúar fyrrnefndra gatna buðu upp á glæsilegt kaffihlaðborð. Sunnudagaskólinn var á sama tíma í kirkjunni.