Formaður VR prédikaði á Biblíudaginn

Stefán Einar Stefánsson, guðfræðingur og formaður VR prédikaði á Biblíudaginn í Seltjarnarneskirkju 12. febrúar síðastliðinn. Var góður rómur gerður að prédikun hans. Ritningarlestra fluttu sóknarnefndarmennirnir dr. Gunnlaugur A. Jónsson og Hrafnhildur B.Sigurðardóttir. Guðmundur Einarsson, formaður sóknarnefndar flutti lokabæn. Sóknarprestur og organisti þjónuðu ásamt félögum úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju í þessari útvarpsguðsþjónustu. Sunnudagaskólinn var á neðri hæð kirkjunnar á sama tíma. Glæsilegar kaffiveitingar voru frambornar í safnaðarheimilinu að guðsþjónustu lokinni. Biblíusýning er í fordyri kirkjunnar og í safnaðarsal. Umrædd sýning munstanda yfir fram að næstu helgi.