Hátíðarguðsþjónusta á hvítasunnudag

 

Hátíðarguðsþjónusta var á hvítasunnudag. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir, héraðsprestur, prédikaði og þjónaði fyrir altari. Friðrik Vignir Stefánsson, organisti lék undir almennan safnaðarsöng sem var í umsjá félaga úr Kammerkórs kirkjunnar. Hjónin Sigríður Nanna Egilsdóttir og Ólafur Finnbogason lásu ritningarlestra. Eftir athöfn bauð söfnuðurinn upp á hjónabandssælu með þeyttum rjóma í tilefni dagsins.