Myndir frá 17. nóvember

Sunnudaginn 17. nóvember var haldinn fræðslumorgunn kl. 10. Dr. Gunnlaugur A. Jónsson, prófessor við Háskóla Íslands flutti erindi er hann nefndi: ,,Gamla testamentið í sögu og samtíð.” Dagur Gamla testamentisins var einmitt haldinn hátíðlegur í Seltjarnarneskirkju þennan dag.

 

Guðsþjónustan hófst kl. 11. Sr. Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur, þjónaði. Sunnudagaskólinn var á sama tíma í kirkjunni. Barn var borið til skírnar, Sóley Líf Bonner. Andrea Marin Andrésdóttir, sem lék aðalhlutverkið í sjónvarpsþættinum ,,Fólkið í blokkinni” steig fram og tók sóknarprestur hana tali. Andrea er fermingarstúlka og var gerður góður rómur að orðum hennar. Fjórir félagar úr Sinfóníuhljómsveit áhugamanna léku í athöfninni. Organisti var Friðrik Vignir Stefánsson. Félagar úr Kammerkórnum sungu. Tvær fermingarstúlkur lásu ritningarlestra, þær Heba Guðrún Guðmundsdóttir og Berta Sóley Sigtryggsdóttir.

Öllum viðstöddum var boðið upp á veitingar í anda Gamla testamentisins, rúsínukökur, vínber og appelsínur. Í anddyri kirkjunnar voru til sýnis ýmsir munir tengdir Gamla testamentinu og Ísrael. Sú sýning kallaðist á við sýningu Ingibjargar Hjartardóttur í anddyrinu á glerlistaverkum sem hetir ,,Friður,” en það hugtak er einmitt komið úr Gamla testamentinu og hetir á hebresku ,,Shalom.”