Sunnudagurinn 2. mars 2014

Gróttumessa og sunnudagaskóli kl. 11 

grottaSóknarprestur þjónar. Davíð B. Gíslason, sem er í stjórn handknattleiksdeildar Gróttu, flytur hugleiðingu. Ungt íþróttafólk í Gróttu les lestra og bænir. Sunnudagaskólinn á sama tíma. Friðrik Vignir Stefánsson er organisti. Barnakórinn Litlu snillingarnir syngur ásamt Gömlu meisturunum undir stjórn Ingu Bjargar Stefánsdóttur og organista. Gróttulagið eftir Jóhann Helgason sungið í lokin.  Kaffihlaðborð.

Fjölmennum í Gróttumessuna og bjóðum gestum með. 

Sunnudagurinn 23. febrúar

thor w

 Fræðslumorgunn kl. 10

,,Seltjarnarnes í stríði og friði”
Dr. Þór Whitehead, prófessor, segir frá umbrotunum í lífi Seltirninga meðan dvöl herliðsins stóð þar á árum síðari heimsstyrjaldarinnar.


yrsa bok

Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11

Sóknarprestur þjónar. Yrsa Sigurðardóttir, rithöfundur, flytur hugleiðingu á konudaginn. Félagskonur í Kvenfélaginu Seltjörn taka þátt í athöfninni.
Organisti er Kjartan Sigurjónsson.
Félagar úr Kammerkór kirkjunnar leiða almennan safnaðarsögn.
Kaffihlaðborð.

Sunnudagurinn 16. febrúar 2014

Fræðslumorgunn kl. 10

,,Mannlíf á Seltjarnarnesi fyrr á tíð.”
Sigurður Pétursson, háskólakennari, segir frá fólki og viðburðum.

 Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11

Sóknarprestur þjónar. Gunnar Kvaran leikur á selló og les eigin ljóð. Organisti er Friðrik Vignir Stefánsson. Félagar úr Kammerkór kirkjunnar leiða almennan safnaðarsöng. Kaffiveitingar.