1. maí

Og þessi uppsprettulind hjartans, það er lífið í Guði.
Þeir, sem öðlast hafa þá gjöf í ríkustum mæli, hafa á öllum öldum borið þeirri reynslu sinni vitni, að engin sæluuppspretta sé henni jöfn. Við þetta á Jesus, er hann segir: Það vatn, sem ég gef honum, verður að lind, er sprettur upp til eilífs lífs! Sú lind þornar ekki upp, hana þrýtur aldrei. (Har. Níelsson)
 
(Heimild: Það er yfir oss vakað)