8. apríl

Við þökkum þér og lofum þig, að við fáum að fagna þessari hátíð og gleðjast yfir upprisu þinni, að þú lifir og ert mitt á meðal okkar.
Við þökkum þér að við fáum öll að vera með, líka við sem erum veik að trúa, og við sem eigum bágt með að skilja hvað sigur þinn merkir. Fyll okkur sigurvissu og gleði sem þráir að syngja og hrópa af fögnuði. Lát gleðina enduróma í sálum allra barna þinna og í öllum þínum helgidómum: Kristur er upprisinn! Kristur er sannarlega upprisinn. Hallelúja. Amen. (Bo Giertz)

(Heimild: Bænabókin)