5. apríl

Hversu lengi sem kolamolinn er þveginn, þá eyðist ekki sverta hans, en strax og kveikt er í kolinu, hverfur svertan.
Og þegar syndari skírist með hinum heilaga anda sem út gengur frá föðurnum og mér – því ég og faðirinn erum eitt – þá hverfur á sama hátt öll sverta syndarinnar af honum, svo hann verður ljós í heiminum. Líkt og eldurinn er í kolinu og kolið í eldinum, þannig er ég í börnum mínum og þau í mér, og í þeim opinberast ég öðrum.
(S.S. Singh)

(Heimild: Við fótskör meistarans)