2. janúar

Birt í Orð til umhugsunar

Hún er umhugsunarverð frásögnin af auðugum amerískum Gyðingi, sem snemma á síðustu öld fór til Póllands til að heimsækja öldung nokkurn, trúarleiðtoga, sem þar bjó.
Þegar hann kom heim til öldungsins, undraðist hann fátækleg híbýli hans. Þar var aðeins rúmfleti, lítið borð og stólgarmur. “Hvar er búslóðin þín, húsgögnin þín, bækurnar þínar?” spurði hann, gáttaður. “Nú?” spurði hinn á móti, “hvar er búslóðin þín? Hvar eru bækurnar þínar?” “Mínar? En ég er á ferðalagi!” “Já, einmitt,” sagði þá öldungurinn, hugsi, “ég líka.” (Karl Sigurbjörnsson, 2006)