31. desember

Birt í Orð til umhugsunar

Margs konar hugsanir kunna að bærast innra með okkur á síðasta degi ársins. Oft er erfitt að líta yfir farinn veg.
Við hljótum að spyrja: Hvað varð úr starfi mínu og því sem ég lagði á mig? Mig langaði að vitna um Jesú og lifa nafni hans til dýrðar – en hver er niðurstaðan þegar árið er liðið?
Já, þannig getur kristin manneskja farið að hugsa, um það litla sem hún fékk að gera fyrir Jesú,  í því litla horni sem henni var úthlutað í víngarði Drottins.

(Heimild: Daglegt brauð)