30. desember

Birt í Orð til umhugsunar

Ég byrja ætíð bænir mínar í þögn, því Guð talar, þegar hjartað er hljótt. Guð er vinur þagnarinnar.
Við verðum að hlusta á Guð því ekki skiptir máli hvað við segjum heldur hvað hann segir okkur og í gegnum okkur. Bænin nærir sálina, á sama hátt og blóðið nærir líkamann orkar bænin á sálina og færir þig nær Guði. Hún gerir og hjarta þitt hreint og fölskvalaust. Hjartað sem er hreint getur séð Guð, getur talað við Guð og getur séð ást Guðs í öðrum. Sé hjarta þitt hreint ert þú opin(n) og einlæg(ur) frammi fyrir Guði, þú felur ekkert fyrir honum og þess vegna er honum kleift að taka við því, sem hann æskir frá þér. (Móðir Teresa)

(Heimild: Leiðin einfalda)