26. desember

Birt í Orð til umhugsunar

Helgisögn segir frá litlum hjarðsveini sem stóð fyrir utan fjárhúsið þegar Jesús fæddist.
Hann horfði hugfanginn á gersemarnar sem vitringarnir þrír gáfu barninu, gull, reykelsi og myrru. Hann varð dapur í bragði er hann hugleiddi hve fátækur hann væri. Hann átti ekki neina gjöf handa barninu. ,,Þið eruð hamingjusamir,” sagði hann þegar vitringarnir komu út. ,,Þið eigið eitthvað að gefa Jesú. Ég á ekkert.”
Einn vitringanna svaraði blíðlega: ,,Kæri vinur, þér skjátlast. Það ert þú sem ert hamingjusamur. Við erum gamlir menn og dagar okkar eru senn taldir. En þú ert ungur. Þú getur gefið honum allt líf þitt. Þú getur gefið sjálfan þig. Þú ert sæll.”

(Heimild: Máttarorð)