22. desember

Birt í Orð til umhugsunar

Vitringarnir frá Austurlöndum eru fulltrúar mannkynsins. Frá fornu fari eru þeir taldir þrír, og jafnvel konungar.
Kaspar er sýndur sem unglingur með reykelsi, Melkíor er hvítskeggjaður öldungur og ber gullið, Baltasar er þeldökkur og hans gjöf er myrra. Gullið er konungsgersemi, tákn þess að Kristur er konungur. Reykelsið er tákn bænanna. Myrra er krydd sem notað var í smyrslin fyrir hinstu smurningu og táknar dauða Krists heiminum til hjálpræðis.

(Heimild: Táknmál trúarinnar)