21. desember

Birt í Orð til umhugsunar

Aðventukransinn er seint tilkominn og á uppruna sinn í Þýskalandi. Undanfari hans voru stjakar með fjórum kertum sem tendruð voru eitt af öðru á sunnudögum aðventunnar.
Hringurinn er tákn eilífðarinnar. Kertin bæast við eftir því sem myrkur skammdegisins eykst og mynda loks eins og spíral, hringstiga: ,,sólstigans braut,” eins og skáldið segir. Heiti aðventukertanna eru: Spádómakertið, Betlehemskertið, Hirðakertið og Englakertið.

(Heimild: Táknmál trúarinnar)